Innlent

Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun

Heimir Már Pétursson skrifar
Baráttufundur Eflingar í Iðnó vegna verkfalla
Baráttufundur Eflingar í Iðnó vegna verkfalla vísir/vilhelm

Lítið er að gerast í húsakynnum ríkissáttasemjara þessa dagana og fara allir fundir fram með fjarfundarbúnaði. Enn hafa ekki tekist samningar milli tæplega þrjúhundruð starfsmanna Eflingar hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavík.

Efling hefur hins vegar óskað eftir samningafundi og hefur verið boðað til hans klukkan tíu í fyrramálið. Viðar Þorsteinnsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að samninganefnd félagsins ætli að leggja fram tillögu um hvernig ganga megi frá samningum við sveitarfélögin.

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/vilhelm

„Við teljum eins og áður hefur komið fram að leysa eigi málið á sama grundvelli samninga Eflingar og við Reykjavíkurborg og ríki. Við munum leggja fram útfærða tillögu um hvernig þetta megi verða,“ segir Viðar.

Þá hefur einnig verið boðað til samningafundar milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins klukkan eitt á morgun. 

Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags Íslenskra hjúkrunarfræðinga. Myndin er tekin af vef félagsins.Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Guðbjörg Pálsdóttir formaður félagsins segir að meðan talað sé saman sé von. En auðvitað sé umræðan orðin mjög erfið eftir eitt ár. Það standi lítið út af og óskandi að hægt verði að klára gerð samninga.

„Það sem ég hef heyrt í mínum fólki undanfarna mánuði er að þolinmæðin er þrotin varðandi kjarasamninga. En okkar fólk sinnir sinnir sinni vinnu faglega. 

En auðvitað höfum við séð erlendis frá í þessum faraldri að það mæðir hvað mest á hjúkrunarfræðingum,“ segir Guðbjörg.

Í dag er fundað í kjaradeilu slökkviliðasmanna og ríkisins á fjarfundi hjá ríkissáttasemjara.


Tengdar fréttir

Efling ósátt við sveitarfélögin

Ekki verður fundað í kjaradeildu Eflingar við Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr en á mánudag og lýsir stéttarfélagið óánægju sinni með vinnubrögð sveitarfélaganna í viðræðunum.

Kársnesskóla lokað vegna verkfalls

Kennsla verður felld niður í Kársnesskóla á morgun vegna verkfalls Eflingar og verður skólinn lokaður þar til samningar hafa náðst. Sama á við um frístund og félagsmiðstöð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×