Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2020 10:44 Andrea Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur. Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. Af rúmlega tuttugu manna hóp eru nær allir með einkenni og nokkrir þegar greindir með veiruna. Þessu greindi Andrea frá í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í gær. „Það er nú bara þannig að ég var í smá útivistarævintýri með hóp af vinum um helgina. Við komum heim og svo á þriðjudegi byrja að tikka inn, fólk orðið veikt. Hver á fætur öðrum. Við vorum orðin einhver átta til tíu í hópnum sem voru með einkenni og þá fóru ákveðnar viðvörunarbjöllur að klingja því þetta eru náttúrulega rosalega margir sem veikjast á einu bretti, búnir að vera þarna saman um helgina. Maður þekkir alveg flensuna og þannig, og hún getur verið smitandi, en þetta var svo óvenju hátt hlutfall,“ sagði Andrea. Undir beru lofti með tvo metra á milli en smituðust samt Þegar hún ræddi við þáttastjórnendur Harmageddon höfðu tveir úr hópnum, sem telur 24 manns, verið greindir með veiruna. Andrea sagði um að ræða fólk í viðkvæmum starfsstéttum sem fengið hefði að fara strax í sýnatöku. Jákvæð sýni úr hópnum voru þó komin upp í níu í morgun, líkt og Andrea greinir frá á Twitter-reikningi sínum. Þá voru 20 komnir með einkenni. Update: Niðurstöðurnar orðnar 9 - allar covid jákvæðarFyrstu óhugnanlegu lungnaeinkennin mín í gærkvöldi. Þurfti að sofa sitjandi. Skárri núna Flestir í hópnum eru með væg/mild einkenni, sumir nær engin.— AndreaSigurðardóttir (@andreasig) March 21, 2020 Ekkert hefur enn komið í ljós varðandi uppruna smitana, að sögn Andreu. Hún sagði engan úr hópnum hafa tengingu við skíðaferðir erlendis, líkt og langflestir sem greindust fyrst með veiruna hérlendis. Þá hefði hópurinn dvalið á hótelherbergjum með sérbaðherbergi, og þannig ekki gist „hvert ofan í öðru“. „Þannig að þetta er alveg magnað. Það sem maður hugsar strax er bara. Vá, hversu ótrúlega smitandi þetta getur verið. Því það er ekki eins og við höfum ekki verið meðvituð og verið að gæta að sóttvörnum. Við vorum ekki að heilsast með handaböndum eða knúsast, við vorum að þvo hendur og spritta. 95 prósent af tímanum erum við bara úti í beru lofti með tvo metra á milli.“ Höfuðverkur og þurr hósti Andrea hafði sjálf ekki komist í sýnatöku þegar hún ræddi við Harmageddon. Hún er ekki í forgangi þar sem hún er ekki með alvarleg einkenni, þó að hún lýsi raunar fyrstu „óhugnanlegu lungnaeinkennum“ sínum í gærkvöldi á Twitter í morgun. Þá er mikið álag á veirufræðideild Landspítala þar sem sýni hafa verið greind, sem og Íslenskri erfðagreiningu sem stendur að sýnatökum í Turninum í Kópavogi. „Það fyrsta sem maður byrjar að finna fyrir er að maður er sár í hálsinum og með höfuðverk. Svo kemur þessi hósti, þurr hósti. Ég er með vægan hita, ég er með væg einkenni miðað við suma. Fólk er með beinverki, háan hita og líður mörgum hverjum miklu verr en mér,“ segir Andrea. Hún telur þó nær allar líkur á að hún sé með veiruna. „Það væri allavega mjög sérstakt að ná að næla sér í eitthvað annað en hinir.“ Þeir sem eru með ætlað smit þurfa að vera í einangrun líkt og um staðfest smit sé að ræða. Andrea, sem býr ein í Reykjavík, má því ekkert fara út úr húsi. Hún kveðst þó eiga að frábært fólk sem hafi fært henni vistir. „Ég veit ekki hvernig ég á að þvo fötin mín vegna þess að ég bý í tvíbýli og þvottahúsið er í sameign og ég má ekki fara þangað,“ sagði Andrea. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af andlegu heilsunni en þeirri líkamlegu.“ Viðtalið við Andreu úr Harmageddon má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokuðu ströndinni eftir að fjöldatakmarkanir voru ekki virtar Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. 21. mars 2020 10:15 Einn af hverjum fimm skikkaður heim í hertum aðgerðum Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 09:02 Meira en þriðjungur hefur breytt vinnufyrirkomulagi sínu Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. 20. mars 2020 18:54 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. Af rúmlega tuttugu manna hóp eru nær allir með einkenni og nokkrir þegar greindir með veiruna. Þessu greindi Andrea frá í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í gær. „Það er nú bara þannig að ég var í smá útivistarævintýri með hóp af vinum um helgina. Við komum heim og svo á þriðjudegi byrja að tikka inn, fólk orðið veikt. Hver á fætur öðrum. Við vorum orðin einhver átta til tíu í hópnum sem voru með einkenni og þá fóru ákveðnar viðvörunarbjöllur að klingja því þetta eru náttúrulega rosalega margir sem veikjast á einu bretti, búnir að vera þarna saman um helgina. Maður þekkir alveg flensuna og þannig, og hún getur verið smitandi, en þetta var svo óvenju hátt hlutfall,“ sagði Andrea. Undir beru lofti með tvo metra á milli en smituðust samt Þegar hún ræddi við þáttastjórnendur Harmageddon höfðu tveir úr hópnum, sem telur 24 manns, verið greindir með veiruna. Andrea sagði um að ræða fólk í viðkvæmum starfsstéttum sem fengið hefði að fara strax í sýnatöku. Jákvæð sýni úr hópnum voru þó komin upp í níu í morgun, líkt og Andrea greinir frá á Twitter-reikningi sínum. Þá voru 20 komnir með einkenni. Update: Niðurstöðurnar orðnar 9 - allar covid jákvæðarFyrstu óhugnanlegu lungnaeinkennin mín í gærkvöldi. Þurfti að sofa sitjandi. Skárri núna Flestir í hópnum eru með væg/mild einkenni, sumir nær engin.— AndreaSigurðardóttir (@andreasig) March 21, 2020 Ekkert hefur enn komið í ljós varðandi uppruna smitana, að sögn Andreu. Hún sagði engan úr hópnum hafa tengingu við skíðaferðir erlendis, líkt og langflestir sem greindust fyrst með veiruna hérlendis. Þá hefði hópurinn dvalið á hótelherbergjum með sérbaðherbergi, og þannig ekki gist „hvert ofan í öðru“. „Þannig að þetta er alveg magnað. Það sem maður hugsar strax er bara. Vá, hversu ótrúlega smitandi þetta getur verið. Því það er ekki eins og við höfum ekki verið meðvituð og verið að gæta að sóttvörnum. Við vorum ekki að heilsast með handaböndum eða knúsast, við vorum að þvo hendur og spritta. 95 prósent af tímanum erum við bara úti í beru lofti með tvo metra á milli.“ Höfuðverkur og þurr hósti Andrea hafði sjálf ekki komist í sýnatöku þegar hún ræddi við Harmageddon. Hún er ekki í forgangi þar sem hún er ekki með alvarleg einkenni, þó að hún lýsi raunar fyrstu „óhugnanlegu lungnaeinkennum“ sínum í gærkvöldi á Twitter í morgun. Þá er mikið álag á veirufræðideild Landspítala þar sem sýni hafa verið greind, sem og Íslenskri erfðagreiningu sem stendur að sýnatökum í Turninum í Kópavogi. „Það fyrsta sem maður byrjar að finna fyrir er að maður er sár í hálsinum og með höfuðverk. Svo kemur þessi hósti, þurr hósti. Ég er með vægan hita, ég er með væg einkenni miðað við suma. Fólk er með beinverki, háan hita og líður mörgum hverjum miklu verr en mér,“ segir Andrea. Hún telur þó nær allar líkur á að hún sé með veiruna. „Það væri allavega mjög sérstakt að ná að næla sér í eitthvað annað en hinir.“ Þeir sem eru með ætlað smit þurfa að vera í einangrun líkt og um staðfest smit sé að ræða. Andrea, sem býr ein í Reykjavík, má því ekkert fara út úr húsi. Hún kveðst þó eiga að frábært fólk sem hafi fært henni vistir. „Ég veit ekki hvernig ég á að þvo fötin mín vegna þess að ég bý í tvíbýli og þvottahúsið er í sameign og ég má ekki fara þangað,“ sagði Andrea. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af andlegu heilsunni en þeirri líkamlegu.“ Viðtalið við Andreu úr Harmageddon má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokuðu ströndinni eftir að fjöldatakmarkanir voru ekki virtar Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. 21. mars 2020 10:15 Einn af hverjum fimm skikkaður heim í hertum aðgerðum Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 09:02 Meira en þriðjungur hefur breytt vinnufyrirkomulagi sínu Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. 20. mars 2020 18:54 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Lokuðu ströndinni eftir að fjöldatakmarkanir voru ekki virtar Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. 21. mars 2020 10:15
Einn af hverjum fimm skikkaður heim í hertum aðgerðum Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 09:02
Meira en þriðjungur hefur breytt vinnufyrirkomulagi sínu Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. 20. mars 2020 18:54