Lífið

Víðir orðinn afi: „Lífið er yndislegt“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Víðir er einn meðlima „þríeykisins“ svokallaða, sem farið hefur fyrir viðbragðsaðgerðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi.
Víðir er einn meðlima „þríeykisins“ svokallaða, sem farið hefur fyrir viðbragðsaðgerðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og eiginkona hans, Sigrún María Kristjánsdóttir, eignuðust barnabarn á mánudaginn. Frá þessu greindi Víðir á Facebook-síðu sinni.

Sonur Víðis og Sigrúnar, Kristján Orri Víðisson, og Elva Björk Þórhallsdóttir eru foreldrar barnsins, sem er stúlka.

„Ást við fyrstu sýn. Litla afa og ömmu stelpan okkar er mætt. Dásamlegt að fá að hitta hana og byrja að kynnast. Lífið er yndislegt,“ skrifar Víðir á Facebook-síðu sína.

Víðir hefur lagt áherslu á það á daglegum upplýsingafundum Almannavarna að lífið þurfi að halda áfram á þessum skrýtnu tímum en hann er einn meðlima „þríeykisins“ svokallaða, sem farið hefur fyrir viðbragðsaðgerðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Ljóst er að það er fleira en kórónuveiran sem er á dagskrá hjá Víði nú þegar hann er kominn í afahlutverkið.

Það má með sanni segja að hamingjuóskum rigni yfir Víði og Sigrúnu, en á þegar þetta er skrifað eru um 15 mínútur frá því Víðir greindi frá nýja hlutverkinu hafa á þriðja hundrað hamingjuóska borist þeim hjónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×