Vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2020 19:24 Ríkislögreglustjóri vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar í þágu almannavarna. Reglugerð um endurgjaldslausa starfsskyldu samkvæmt lögum um almannavarnir var uppfærð í vikunni. Fyrr í vikunni birtist í stjórnartíðindum reglugerð þar sem meðal annars segir að á neyðarstigi almannavarna sé það borgaraleg skylda manna á aldrinum átján til sextíu og fimm ára að gegna, án endurgjalds, starfi hjálparliða almannavarna, samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Sjá einnig: Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Enginn má, samkvæmt reglugerðinni, tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna. Reglugerðin er þó ekki ný af nálinni heldur hefur ákvæði af þessum toga verið í gildi hér á landi í um fimmtíu ár. Tímasetningin er þó engin tilviljun. „Það er verið að uppfæra orðalag. Til dæmis er talað um í gömlu reglugerðinni orðalag eins og á hættustundu sem er kannski ekki samræmdur skilningur um á meðan við erum að vinna eftir neyðarstigi. Þannig okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það hugtak færi inn í reglurnar. Þá eru allir viðbragðsaðilar og allir með það á hreinu nákvæmlega hvað það þýðir, vel skilgreint og lögbundið. Þannig þetta er í rauninni lagfæring og uppfærsla,“ segir Sigríður. En er útlit fyrir að það muni þurfa að nýta þetta ákvæði? „Við vonum bara innilega að það komi ekki til þess. Hins vegar vildum við hafa alla okkar reglu- og lagaumgjörð í lagi,“ svarar Sigríður. En ef til þessa kæmi, hvernig störf eru það sem fólk yrði fengið til þess að gegna? „Ég á kannski erfitt með að tjá mig um það á þessu stigi en þú sérð svo sem í hvað stefnir. Það er náttúrlega búið að búa til bakvarðasveit fyrir heilbrigðiskerfið og við höfum náttúrlega verið mjög lánsöm að hafa björgunarsveitir á Íslandi sem hafa verið að starfa við hlið lögreglu þétt árum saman. Þarna er kannski sambærilegur grunnur og það.“ Spurð út í líkindin við það þegar fólk er kvatt til herþjónustu, líkt og þekkist í öðrum löndum, svarar Sigríður Björk: „Þetta er búið að vera eins og ég segi, í fimmtíu ár, þetta er uppfærsla á reglugerð sem fyrir var. Enginn hernaðartilgangur, ekkert slíkt.“ Almannavarnir Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Ríkislögreglustjóri vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar í þágu almannavarna. Reglugerð um endurgjaldslausa starfsskyldu samkvæmt lögum um almannavarnir var uppfærð í vikunni. Fyrr í vikunni birtist í stjórnartíðindum reglugerð þar sem meðal annars segir að á neyðarstigi almannavarna sé það borgaraleg skylda manna á aldrinum átján til sextíu og fimm ára að gegna, án endurgjalds, starfi hjálparliða almannavarna, samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Sjá einnig: Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Enginn má, samkvæmt reglugerðinni, tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna. Reglugerðin er þó ekki ný af nálinni heldur hefur ákvæði af þessum toga verið í gildi hér á landi í um fimmtíu ár. Tímasetningin er þó engin tilviljun. „Það er verið að uppfæra orðalag. Til dæmis er talað um í gömlu reglugerðinni orðalag eins og á hættustundu sem er kannski ekki samræmdur skilningur um á meðan við erum að vinna eftir neyðarstigi. Þannig okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það hugtak færi inn í reglurnar. Þá eru allir viðbragðsaðilar og allir með það á hreinu nákvæmlega hvað það þýðir, vel skilgreint og lögbundið. Þannig þetta er í rauninni lagfæring og uppfærsla,“ segir Sigríður. En er útlit fyrir að það muni þurfa að nýta þetta ákvæði? „Við vonum bara innilega að það komi ekki til þess. Hins vegar vildum við hafa alla okkar reglu- og lagaumgjörð í lagi,“ svarar Sigríður. En ef til þessa kæmi, hvernig störf eru það sem fólk yrði fengið til þess að gegna? „Ég á kannski erfitt með að tjá mig um það á þessu stigi en þú sérð svo sem í hvað stefnir. Það er náttúrlega búið að búa til bakvarðasveit fyrir heilbrigðiskerfið og við höfum náttúrlega verið mjög lánsöm að hafa björgunarsveitir á Íslandi sem hafa verið að starfa við hlið lögreglu þétt árum saman. Þarna er kannski sambærilegur grunnur og það.“ Spurð út í líkindin við það þegar fólk er kvatt til herþjónustu, líkt og þekkist í öðrum löndum, svarar Sigríður Björk: „Þetta er búið að vera eins og ég segi, í fimmtíu ár, þetta er uppfærsla á reglugerð sem fyrir var. Enginn hernaðartilgangur, ekkert slíkt.“
Almannavarnir Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira