Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Andri Eysteinsson skrifar 5. janúar 2020 14:19 Harvey Weinstein að ganga úr dómsshúsi í New York í desember. AP/Mark Lennihan Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. Réttarhöldin yfir Weinstein hefjast í New York á morgun, mánudaginn 5. janúar. Hefur Weinstein verið ákærður fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot en yfir 80 konur hafa stigið fram og lýst brotum Weinstein gegn sér. Weinstein hefur haldið fram sakleysi sínu og hafnar öllum ásökunum um nokkur kynferðisbrot.Í svari við fyrirspurnum CNN sagði Weinstein að síðustu tvö ár hafi verið erfið en gríðarlega lærdómsrík. Weinstein segir að mest öllum tíma sínum frá því að ásakanirnar komu fram hafi hann varið með lögfræðiteymi sínu og einbeiti hann sér að því að sanna sakleysi sitt og hreinsa Weinstein nafnið. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem Weinstein stofnaði árið 2005 ásamt bróður sínum Bob Weinstein lagði upp laupana eftir að ásakanirnar komu á sjónarsviðið en Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann að réttarhöldunum loknum, verði hann ekki dæmdur sekur. Hann segist þó vita að slíkt verður erfiðara en að segja það. Annars segist Weinstein ætla að einbeita sér að heilsunni, hvíldinni og börnum sínum eftir réttarhöldin. Lögfræðingur Weinsteins, Donna Rotunno, segir í samtali við CNN að þó Weinstein myndi fyrstur manna viðurkenna að hann hafi gert slæma hluti sé hann ekki glæpamaður. „Hann hélt fram hjá eiginkonu sinni, hann var óheiðarlegur og stundaði kynlíf með fjölda kvenna. Hann myndi segja að það hafi verið slæmar ákvarðanir. Hann hefur tapað öllu vegna þessara ákvarðana. Það er enginn að halda því fram að hann sé dýrlingur sem hefur aldrei gert neitt rangt en ég trúi því að Harvey sé ekki nauðgari,“ sagði Rotunno. Bíó og sjónvarp Hollywood MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. Réttarhöldin yfir Weinstein hefjast í New York á morgun, mánudaginn 5. janúar. Hefur Weinstein verið ákærður fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot en yfir 80 konur hafa stigið fram og lýst brotum Weinstein gegn sér. Weinstein hefur haldið fram sakleysi sínu og hafnar öllum ásökunum um nokkur kynferðisbrot.Í svari við fyrirspurnum CNN sagði Weinstein að síðustu tvö ár hafi verið erfið en gríðarlega lærdómsrík. Weinstein segir að mest öllum tíma sínum frá því að ásakanirnar komu fram hafi hann varið með lögfræðiteymi sínu og einbeiti hann sér að því að sanna sakleysi sitt og hreinsa Weinstein nafnið. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem Weinstein stofnaði árið 2005 ásamt bróður sínum Bob Weinstein lagði upp laupana eftir að ásakanirnar komu á sjónarsviðið en Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann að réttarhöldunum loknum, verði hann ekki dæmdur sekur. Hann segist þó vita að slíkt verður erfiðara en að segja það. Annars segist Weinstein ætla að einbeita sér að heilsunni, hvíldinni og börnum sínum eftir réttarhöldin. Lögfræðingur Weinsteins, Donna Rotunno, segir í samtali við CNN að þó Weinstein myndi fyrstur manna viðurkenna að hann hafi gert slæma hluti sé hann ekki glæpamaður. „Hann hélt fram hjá eiginkonu sinni, hann var óheiðarlegur og stundaði kynlíf með fjölda kvenna. Hann myndi segja að það hafi verið slæmar ákvarðanir. Hann hefur tapað öllu vegna þessara ákvarðana. Það er enginn að halda því fram að hann sé dýrlingur sem hefur aldrei gert neitt rangt en ég trúi því að Harvey sé ekki nauðgari,“ sagði Rotunno.
Bíó og sjónvarp Hollywood MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira