Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. mars 2020 17:20 Elísabet Ormslev, Stefanía Svavars og Matti Matt voru á meðal þeirra sem sungu seinni partinn í dag. Listamennirnir gættu vel að því að hafa tveggja metra bil á milli sín. Vísir/Vilhelm Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. Viðburðurinn var auðvitað lokaður áhorfendum og íbúar gátu fylgst með út um glugga eða komið saman á svölum og sungið með. Vegna kórónuveirunnar var passað upp á að gott bil væri á milli allra einstaklinga. Upptaka frá þessari skemmtilegu uppákomu er í spilaranum hér fyrir neðan. „Mig langaði að gera góðverk á þessum tíma og gleðja pabba, sem er 89 ára og er íbúi á Ísafold,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir í samtali við Vísi. Hugmyndin að þessu kviknaði seint í gær þegar Ingunn Björk og Selma Björnsdóttir vinkona hennar fóru saman út að ganga. Úr varð teymi listafólks sem langaði að gleðja þá öldruðu. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hún segir að heimsóknabannið sé þeim erfitt og því tilvalið að gleðja íbúana. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir virðist kunna ýmislegt fyrir sér í söngnum.Vísir/Vilhelm „Við ætluðum fyrst að gera þetta bara tvær sjálfar og svo tók Selma upp símann og notaði sitt frábæra tengslanet. Hún hringdi í nokkra vel valda tónlistarmenn sem að stukku allir á vagninn.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson, góður vinur þeirra, er staddur á Akureyri en vildi endilega taka þátt. Hann dó ekki ráðalaus og tók lögin Í Fjarlægð og Það er bara þú við mikinn fögnuð íbúa á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Á efnisskránni í Garðabænum voru lög á borð við Lóan er komin, Heyr mína bæn, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Manstu ekki eftir mér.. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér er hann á Hrafnistu.Aðsend mynd Markmiðið að gleðja nokkur hjörtu Íbúar skelltu sér í hlýju fötin, kúrðu sumir undir teppi og nutu söngsins á svölunum. Sumir fylgdust með og mátti sjá bros og jafnvel tár á hvarmi. „Ég sendi póst á forstjóra Hrafnistu í gærkvöldi og hann tók vel í þetta sem og öll yfirstjórnin. Það var búið að undirbúa íbúa. Það er ekkert félagsstarf í gangi hjá þeim þessa dagana svo þau fögnuðu þessu. Þau tóku daginn í að undirbúa þau og klæða í hlý föt, vettlinga, húfur og teppi. Allir verða hamingjusamir og glaðir eftir daginn, að maður hafi náð að gleðja nokkur hjörtu því það er svo takmarkað hvað maður getur gert á þessum tíma.“ Færeyingurinn Jógvan Hansen lét að sjálfsögðu sjá sig. Vísir/Vilhelm Þarf ekki að kosta mikið Ingunn Björk vonar að sem flestir sem hafi tök á noti þennan tíma til að gleðja aðra. „Ég vil bara hvetja almenning og aðstandendur eldri borgara og þeirra sem eiga um sárt að binda, að vera hugmyndarík og finna leiðir til þess að brjóta upp daglegt líf hjá einstaklingum. Ég á föður sem er að verða níræður og hann nær ekki alltaf að svara í símann. Að finna leiðir til að gleðja gamla fólkið og líka bara þá sem eru einir heima.“ Söngvararnir voru sumir með íslenska fána með sér. Selma Björnsdóttir veifaði einum slíkum meðfram söngnum.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að margt fólk upplifi mikinn söknuð þar sem það geti ekki fengið aðstandendur í heimsókn og fólk með Alzheimer og fleiri eigi jafnvel erfitt með að skilja þetta. „Mín skilaboð eru bara hvatning, að aðstandendur finni leiðir sem að þurfa ekki að kosta neitt. Bara reyna að nota samtakamáttinn, við getum gert svo margt. Saman getum við gert kraftaverk á svona leiðinlegum tíma. Þetta erum við að gera í dag og vonandi geta fleiri látið boltann fara að rúlla svolítið í gleðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Garðabær Góðverk Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. Viðburðurinn var auðvitað lokaður áhorfendum og íbúar gátu fylgst með út um glugga eða komið saman á svölum og sungið með. Vegna kórónuveirunnar var passað upp á að gott bil væri á milli allra einstaklinga. Upptaka frá þessari skemmtilegu uppákomu er í spilaranum hér fyrir neðan. „Mig langaði að gera góðverk á þessum tíma og gleðja pabba, sem er 89 ára og er íbúi á Ísafold,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir í samtali við Vísi. Hugmyndin að þessu kviknaði seint í gær þegar Ingunn Björk og Selma Björnsdóttir vinkona hennar fóru saman út að ganga. Úr varð teymi listafólks sem langaði að gleðja þá öldruðu. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hún segir að heimsóknabannið sé þeim erfitt og því tilvalið að gleðja íbúana. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir virðist kunna ýmislegt fyrir sér í söngnum.Vísir/Vilhelm „Við ætluðum fyrst að gera þetta bara tvær sjálfar og svo tók Selma upp símann og notaði sitt frábæra tengslanet. Hún hringdi í nokkra vel valda tónlistarmenn sem að stukku allir á vagninn.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson, góður vinur þeirra, er staddur á Akureyri en vildi endilega taka þátt. Hann dó ekki ráðalaus og tók lögin Í Fjarlægð og Það er bara þú við mikinn fögnuð íbúa á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Á efnisskránni í Garðabænum voru lög á borð við Lóan er komin, Heyr mína bæn, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Manstu ekki eftir mér.. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér er hann á Hrafnistu.Aðsend mynd Markmiðið að gleðja nokkur hjörtu Íbúar skelltu sér í hlýju fötin, kúrðu sumir undir teppi og nutu söngsins á svölunum. Sumir fylgdust með og mátti sjá bros og jafnvel tár á hvarmi. „Ég sendi póst á forstjóra Hrafnistu í gærkvöldi og hann tók vel í þetta sem og öll yfirstjórnin. Það var búið að undirbúa íbúa. Það er ekkert félagsstarf í gangi hjá þeim þessa dagana svo þau fögnuðu þessu. Þau tóku daginn í að undirbúa þau og klæða í hlý föt, vettlinga, húfur og teppi. Allir verða hamingjusamir og glaðir eftir daginn, að maður hafi náð að gleðja nokkur hjörtu því það er svo takmarkað hvað maður getur gert á þessum tíma.“ Færeyingurinn Jógvan Hansen lét að sjálfsögðu sjá sig. Vísir/Vilhelm Þarf ekki að kosta mikið Ingunn Björk vonar að sem flestir sem hafi tök á noti þennan tíma til að gleðja aðra. „Ég vil bara hvetja almenning og aðstandendur eldri borgara og þeirra sem eiga um sárt að binda, að vera hugmyndarík og finna leiðir til þess að brjóta upp daglegt líf hjá einstaklingum. Ég á föður sem er að verða níræður og hann nær ekki alltaf að svara í símann. Að finna leiðir til að gleðja gamla fólkið og líka bara þá sem eru einir heima.“ Söngvararnir voru sumir með íslenska fána með sér. Selma Björnsdóttir veifaði einum slíkum meðfram söngnum.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að margt fólk upplifi mikinn söknuð þar sem það geti ekki fengið aðstandendur í heimsókn og fólk með Alzheimer og fleiri eigi jafnvel erfitt með að skilja þetta. „Mín skilaboð eru bara hvatning, að aðstandendur finni leiðir sem að þurfa ekki að kosta neitt. Bara reyna að nota samtakamáttinn, við getum gert svo margt. Saman getum við gert kraftaverk á svona leiðinlegum tíma. Þetta erum við að gera í dag og vonandi geta fleiri látið boltann fara að rúlla svolítið í gleðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Garðabær Góðverk Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira