Lífið

Þegar Íslandsmótið í erótískum listdansi var haldið á Þórskaffi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mótið fór fram á Þórskaffi árið 1999.
Mótið fór fram á Þórskaffi árið 1999.

Það muna eflaust sumir eftir þáttunum Sex í Reykjavík þar sem fjallað var um kynlífsmenningu á Íslandi um aldamótin. Það var meðal annars fjallað um klám, nektardans og hvað hafi í raun breyst í þessum málum á tuttugu árum en fjallað var um þá í þáttunum Nostalgía á Stöð 2 í gærkvöldi.

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir stjórnar þáttunum sem hófust á Stöð 2 í gærkvöldi þar verða gamlir þættir rifjaðir upp.

Til að mynda var rifjað upp þegar Íslandsmótið í erótískum listdansi fór fram á Þórskaffi um aldamótin en Rósa Ingólfs var kynnir.

Hún kynnti dómnefndina til leiks á sínum tíma og var greinilega mikið umstang í kringum keppnina. Sjónvarpað var beint frá keppninni á Sýn.

Hér má sjá brot úr þættinum sem var á dagskrá á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.