Innlent

Spá á­fram­haldandi stormi fyrir vestan og hríðar­veðri á Norður­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Á vef Veðurstofunnar segir að sé útlit fyrir talsverða úrkomu syðst á landinu og með suðausturströndinni.
Á vef Veðurstofunnar segir að sé útlit fyrir talsverða úrkomu syðst á landinu og með suðausturströndinni. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir áframhaldandi norðaustan stormi og hríð á norðvestanverðu landinu í dag. Við það bætist svo hríðarveður á Norður- og Norðausturlandi þegar líður á daginn. Vetrarfærð er um flest allt land.

Á vef Veðurstofunnar segir að einnig sé útlit fyrir talsverða úrkomu syðst á landinu og með suðausturströndinni.

„Það er því full ástæða til að skoða vel færð og veður áður en lagt er af stað í ferðalög, þó komið sé fram yfir miðjan mars. Það dregur smám saman úr vindi og ofankomu á morgun, og verður víða hæg breytileg átt og stökku él annað kvöld, en þá herðir einnig á frosti.

Útlit er fyrir nokkuð rólegt veður á fimmtudag en á föstudag gæti dregið til tíðina með lægð sem ber með sér hlýindi og mögulega rigningu á láglendi sunnan og vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum fram á kvöld, og gul viðvörun við Breiðafjörð og Ströndum og Norðurlandi vestra.

Viðvarnir eru í gildi fram á kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðaustan 8-13 m/s. Dálítil él norðan- og austanlands og einnig syðst á landinu. Úrkomulaust annars staðar. Frost 0 til 5 stig. Hægari vindur um kvöldið og herðir á frosti.

Á fimmtudag: Hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Frost 1 til 10 stig. Sunnan 5-10 um kvöldið. Þykknar upp vestantil á landinu með dálitlum éljum við suðurströndina og minnkandi frosti.

Á föstudag: Gengur í sunnan 10-18 með snjókomu eða slyddu, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti um og yfir frostmarki. Suðvestanátt um kvöldið um kvöldið með éljum og kólnar.

Á laugardag: Suðvestan 8-15 og él, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Víða vægt frost.

Á sunnudag: Sunnan stormur með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu á láglendi. Úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hlýnar í veðri.

Á mánudag: Útlit fyrir suðvestanátt með slydduéljum eða éljum en lengst af úrkomlítið norðan og norðautsanlands. Hiti um frostmark en vægt frost norðaustantil.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×