Lífið

Gjaldþrota eftir áralanga og opinskáa baráttu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ellý Ármanns hefur rætt opinskátt um fjárhagsvandræði sín í gegnum tíðina.
Ellý Ármanns hefur rætt opinskátt um fjárhagsvandræði sín í gegnum tíðina. Facebook

Ellý Ármannsdóttir, listmálari og fjölmiðlakona, var lýst gjaldþrota í dag. Tilkynnt er um fyrirhugaðan skiptafund þrotabúsins í Lögbirtingablaðinu. Ellý segir í samtali við Fréttablaðið að gjaldþrotið hafi verið viðbúið.

Ellý hefur rætt opinskátt um fjárhagsvandræði sín í gegnum tíðina. Hún lýsti því í samtali við Vísi árið 2017 að eftir skilnað sama ár hafi hús hennar verið selt á uppboði að loknum árangurslausum samningaviðræðum við bankann. Ellý greip þá til þess ráðs að selja málverk til að greiða upp skuldir sínar, sem þá hlupu á milljónum króna.

Ellý segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hún hafi misst allt eftir skilnaðinn.

„Ég reyndi að mála upp í skuldina, ég reyndi að klóra mig upp á bakkann en það var ekki hægt. Ég náði því ekki.“

Hún segir málið hafa reynst sér afar þungbært en horfi nú fram á veginn. „Bankinn tók húsið, reikningunum mínum lokað og ég má ekki eiga neitt í tvö ár en það tekur enginn andar­dráttinn minn frá mér.“

Þá hefur Ellý fundið ástina á ný en hún trúlofaðist Hlyni Jakobssyni athafnamanni í fyrra. Hún tjáir Fréttablaðinu að þau muni ekki gifta sig fyrr en gjaldþrotaferlinu ljúki.


Tengdar fréttir

Gerðist þula í sjónvarpi til að ná athygli pabba síns

„Einu sinni var stofnuð Facebook-síða gegn mér, Rekið Ellý Ármanns úr fjölmiðlum, en ég tók það ekki nærri mér, en vinkonur mínar, sérstaklega tvær tóku þetta mjög nærri sér,” segir Ellý Ármannsdóttir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.