Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 23:00 Harrold-feðgarnir sjást hér til hægri á mynd í sjónvarpsviðtali um málið. Skjáskot af konunni úr umræddu myndbandi sést til vinstri. Samsett Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. Keyon Harrold er bandarískur trompetleikari sem unnið hefur til Grammy-verðlauna og spilað með tónlistarfólki á borð við Common, Jay-Z og Rihönnu. Hann og sonur hans, hinn fjórtán ára Keyon Harrold yngri, voru á leið í morgunverð á hóteli í New York þegar til orðaskipta kom milli þeirra og hvítrar konu í móttöku hótelsins. „Ég er brjálaður!!!!“ skrifar Harrold eldri í færslu sem hann birti á Instagram annan í jólum. „Konan í myndbandinu réðst á fjórtán ára son minn þegar við komum niður úr herbergi okkar á Arlo-hótelinu í Soho til að fá okkur morgunverð. Þessi kona „týndi“ símanum sínum og syni mínum hafði, að því er virtist, áskotnast hann eins og fyrir töfra, sem er hreint fráránlegt,“ skrifar Harrold. View this post on Instagram A post shared by Keyon Harrold (@keyonharrold) Hann lýsir því að konan hafi klórað hann og loks hent sér á son hans, sem hélt á sínum eigin síma, og gripið í hann. Þá gagnrýnir hann starfsmann hótelsins fyrir að hafa „skipað sér í lið“ með konunni. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. „Hugsið ykkur áfallið sem sonur minn þarf nú að burðast með […]. Svo kom Uber-bílstjóri með símann til konunnar nokkrum mínútum síðar. Engin afsökunarbeiðni frá henni til sonar míns eftir þetta áfall, ekki heldur til mín. Engin afsökunarbeiðni frá hótelinu,“ skrifar Harrold. Fjölmargir hafa lýst yfir vanþóknun og sorg vegna atviksins í athugasemdum við myndbandið og víðar á samfélagsmiðlum. Mörgum þykir þetta sýna rótgróna fordóma gagnvart svörtum; konan hafi sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Arlo-hótelkeðjan hefur beðist afsökunar á málinu í yfirlýsingu eftir að myndbandið var birt. Konan hafði ekki verið nafngreind í helstu fjölmiðlum vestanhafs í gær en mörgum þykir hún enn eitt dæmið um svokallaða „Karen“, tiltölulega nýtt hugtak yfir hvíta konu sem blinduð er af forréttindum og lætur það gjarnan bitna á minnihlutahópum. Lögregla í New York hefur málið til rannsóknar, samkvæmt frétt ABC-fréttastofunnar. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Keyon Harrold er bandarískur trompetleikari sem unnið hefur til Grammy-verðlauna og spilað með tónlistarfólki á borð við Common, Jay-Z og Rihönnu. Hann og sonur hans, hinn fjórtán ára Keyon Harrold yngri, voru á leið í morgunverð á hóteli í New York þegar til orðaskipta kom milli þeirra og hvítrar konu í móttöku hótelsins. „Ég er brjálaður!!!!“ skrifar Harrold eldri í færslu sem hann birti á Instagram annan í jólum. „Konan í myndbandinu réðst á fjórtán ára son minn þegar við komum niður úr herbergi okkar á Arlo-hótelinu í Soho til að fá okkur morgunverð. Þessi kona „týndi“ símanum sínum og syni mínum hafði, að því er virtist, áskotnast hann eins og fyrir töfra, sem er hreint fráránlegt,“ skrifar Harrold. View this post on Instagram A post shared by Keyon Harrold (@keyonharrold) Hann lýsir því að konan hafi klórað hann og loks hent sér á son hans, sem hélt á sínum eigin síma, og gripið í hann. Þá gagnrýnir hann starfsmann hótelsins fyrir að hafa „skipað sér í lið“ með konunni. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. „Hugsið ykkur áfallið sem sonur minn þarf nú að burðast með […]. Svo kom Uber-bílstjóri með símann til konunnar nokkrum mínútum síðar. Engin afsökunarbeiðni frá henni til sonar míns eftir þetta áfall, ekki heldur til mín. Engin afsökunarbeiðni frá hótelinu,“ skrifar Harrold. Fjölmargir hafa lýst yfir vanþóknun og sorg vegna atviksins í athugasemdum við myndbandið og víðar á samfélagsmiðlum. Mörgum þykir þetta sýna rótgróna fordóma gagnvart svörtum; konan hafi sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Arlo-hótelkeðjan hefur beðist afsökunar á málinu í yfirlýsingu eftir að myndbandið var birt. Konan hafði ekki verið nafngreind í helstu fjölmiðlum vestanhafs í gær en mörgum þykir hún enn eitt dæmið um svokallaða „Karen“, tiltölulega nýtt hugtak yfir hvíta konu sem blinduð er af forréttindum og lætur það gjarnan bitna á minnihlutahópum. Lögregla í New York hefur málið til rannsóknar, samkvæmt frétt ABC-fréttastofunnar.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning