Innlent

Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mörg hús eru illa farin eftir aurskriðurnar á Seyðisfirði.
Mörg hús eru illa farin eftir aurskriðurnar á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm

Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum.

Rýming hefur verið í gildi fyrir stóran hluta bæjarins frá 22. desember eftir að aurskriður féllu á bæinn. Á fundi almannavarnanefndar og Veðurstofu í dag var niðurstaða stöðugleikamats í hlíðunum fyrir ofan Seyðisfjarðar kynnt.

Matið gerir það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu í eftirtöldum húsum:

  • Austurvegi 32, 47, 49, 51 og 53
  • Brekkuvegi 3, 5 og 7
  • Baugsvegi 1 og 4
  • Bröttuhlið 1, 2, 3, 4 og 5
  • Múlavegi, í öllum hús ofan vegar, númer 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 53, 57 og 59
  • Hafnargata 2, 4 og 4A

Þá bendir lögreglan á að íbúum í húsum þar sem rýmingu hefur enn ekki verið aflétt, geta farið í hús sín og náð þar í nauðsynjar auk þess sem þeim er heimilt að vinna að lagfæringum.

Rétt er að gefa sig fram áður við viðbragðsaðila í Ferjuleiru sem veita frekari upplýsingar og aðstoð. Gæta skal að því að fara í slíkar heimsóknir í björtu og við það miðað að það sé gert milli klukkan 11 og 17, að því er segir á vef lögreglunnar.


Tengdar fréttir

Ekki lengur óvissustig á Austurlandi

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands aflýsir óvissustigi vegna skriðuhættu á Austurlandi.

Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er

Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er.

Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum

Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið.

Þúsundir ljós­mynda sem týndust í aur­skriðunum fundust ó­skemmdar

Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með.

Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu

Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×