Ritari Framsóknarflokksins: „Erfitt að sjá Sjálfstæðisflokkinn fyrir sér í næstu ríkisstjórn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 19:19 Jón Björn Hákonarson er ritari Framsóknarflokksins og bæjarstjóri í Fjarðabyggð. mynd/Facebook Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og ritari Framsóknarflokksins, segir erfitt að sjá fyrir sér að Sjálfstæðisflokkurinn geti setið í næstu ríkisstjórn. Forystufólki flokksins „gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni,“ og kveðst Jón Björn hafa áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins og segir að augljósir brestir flokksins veiki hann til forystu í íslensku þjóðfélagi. „Nú virðist sem þessi ríkisstjórn verði sú fyrsta sem er með Sjálfstæðisflokkinn innanborðs til að sitja heilt kjörtímabil frá árinu 2007 og það er ekki framgöngu ráðherra og þingmanna þess flokks að þakka. Þingflokkurinn er ósamstæður og ósamtaka og hefur hluti hans verið við hlið Miðflokksins í stjórnarandstöðu í einstaka málum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Jón Björn í færslu á Facebook. Hann líti svo á að andstaða einstakra þingmanna flokksins við sóttvarnaraðgerðir hafi einkennst af „öfgahyggju og ábyrgðarleysi.“ „Ráðherrar hafa þurft að segja af sér. Svo virðist einnig að forystufólki hans gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni og lifa eftir sömu reglum og ætlast er til af okkur öllum núna á þessum snúnu tímum í lífi okkar. Þetta er ekki gott og í augnablikinu er erfitt að sjá Sjálfstæðisflokkinn fyrir sér í næstu ríkisstjórn.“ Ritari Vinstri grænna, hins samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, lýsti því í samtali við Vísi í dag að hún telji athæfi Bjarna Benediktssonar á Þorláksmessu, þegar hann sótti samkomu þar sem of margir voru saman komnir, vera að sínu mati tilefni til afsagnar. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Nú virðist sem þessi ríkisstjórn verði sú fyrsta sem er með Sjálfstæðisflokkinn innanborðs til að sitja heilt kjörtímabil frá árinu 2007 og það er ekki framgöngu ráðherra og þingmanna þess flokks að þakka. Þingflokkurinn er ósamstæður og ósamtaka og hefur hluti hans verið við hlið Miðflokksins í stjórnarandstöðu í einstaka málum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Jón Björn í færslu á Facebook. Hann líti svo á að andstaða einstakra þingmanna flokksins við sóttvarnaraðgerðir hafi einkennst af „öfgahyggju og ábyrgðarleysi.“ „Ráðherrar hafa þurft að segja af sér. Svo virðist einnig að forystufólki hans gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni og lifa eftir sömu reglum og ætlast er til af okkur öllum núna á þessum snúnu tímum í lífi okkar. Þetta er ekki gott og í augnablikinu er erfitt að sjá Sjálfstæðisflokkinn fyrir sér í næstu ríkisstjórn.“ Ritari Vinstri grænna, hins samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, lýsti því í samtali við Vísi í dag að hún telji athæfi Bjarna Benediktssonar á Þorláksmessu, þegar hann sótti samkomu þar sem of margir voru saman komnir, vera að sínu mati tilefni til afsagnar.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira