Fótbolti

FIFA aflýsir HM yngri landsliða á næsta ári

Ísak Hallmundarson skrifar
Leikmenn Ekvador á HM U20 árið 2019.
Leikmenn Ekvador á HM U20 árið 2019. getty/TF-Images

FIFA hefur aflýst HM U20 og U17 landsliða sem áttu að fara fram á árinu 2021.

Ástæðan eru fyrirsjáanlegar áframhaldandi ferðatakmarkanir vegna Covid-19. U17 Heimsmeistaramótið átti að fara fram í Perú og U20 mótið í Indónesíu.

FIFA hefur tilkynnt að bæði mótin fari í staðinn fram árið 2023 í sama landi og þau áttu að fara fram á komandi ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.