Bubbi sendir Seyðfirðingum kveðju og býður þeim öllum á Þorláksmessutónleikana Stefán Árni Pálsson skrifar 21. desember 2020 11:04 Bubbi flutti brot úr laginu Regnbogans stræti. Bubbi Morthens sendir kveðju til Seyðfirðinga eftir atburði síðustu daga og býður þorpsbúum á tónleika. Hann segir að lag hans Regnbogans stræti hafi orðið til einmitt þegar hann gekk um Regnbogans stræti á Seyðisfirði. Sagði þá við vin sinn Davíð Kristinsson athafnamann þar eystra, að einn dag myndi hann semja lag sem héti þetta. „Á sínum tíma tók hann mig með í gönguferð, fyrir mörg ár, og sýndi mér Regnbogans stræti,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann segir þetta löngu áður en Skólavörðuholtið kom inn með sín lituðu stræti. Kveikjan að Regnbogans stræti á Seyðisfirði „Og ég var svo uppnuminn, var með tónleika í kirkjunni og Regnbogans stræti lá eiginlega bara inn í kirkjuna. Mér fannst þetta svo stórfenglegt að eitthvað fólk hafi farið að mála þetta sólarhring áður en gleðigangan var á Seyðisfirði. Þú varst að gefa mér hugmynd að lagi sem ég hef beðið lengi eftir.“ Bubbi segir erindi í þessu lagi eiga vel við nú eftir hinar hræðilegu hremmingar sem vatnsviðrið og aurskriðurnar hafa kallað yfir bæinn og bæjarbúa. Bubbi birtir myndband á Facebook þar sem hann flytur brot úr laginu og segist vitaskuld hafa hugsað til Seyðfirðinga og fallega bæjarins sem er einn af fallegustu bæjum landsins. Hann bauð svo öllum Seyðfirðingum á Þorláksmessutónleika sína sem verða í beinu streymi á myndlyklum Vodafone, Símans og í streymi í gegnum Tix.is. „Svo sá ég þessa yfirgengilegu hörmungar sem þeir Seyðfirðingar eru að lenda í og Davíð í viðtölum. Mér þótti glatað að hann skyldi missa allt vínilsafnið áritað, Bubbasafnið, ég verð að reyna að sefa þetta og bjóða honum og öllu þorpinu frítt streymi.“ Og húsin þau hverfa í aurinn Bubbi er nú að vinna í að Davíð vinur hans fái aðrar plötur í stað þeirra sem fóru. „Hvort það væri ekki hægt að færa honum þetta að gjöf. Við verðum að bregðast við og sýna samhug. Og kærleika.“ Bubbi hefur alltaf haft til að bera ríkulega samkennd með þeim sem eru í vanda, eiga undir högg að sækja sem svo birtist í lögum hans. Eitt allra áhrifaríkasta lag Bubba var til dæmis samið um snjóflóðin fyrir vestan og heitir Með vindinum kemur kvíðinn. Bubbi segir þetta lag eiga vel við núna: Fjallið það öskrar, svo fellur öll hlíðin, og húsin þau hverfa í kófið. Eða aurinn núna. „Já, þetta er hrikalegt. Erfitt að setja sig í þessar stellingar. Þó ég búi undir fjalli eins og er.“ Aurskriður á Seyðisfirði Tónlist Jól Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Sjá meira
Hann segir að lag hans Regnbogans stræti hafi orðið til einmitt þegar hann gekk um Regnbogans stræti á Seyðisfirði. Sagði þá við vin sinn Davíð Kristinsson athafnamann þar eystra, að einn dag myndi hann semja lag sem héti þetta. „Á sínum tíma tók hann mig með í gönguferð, fyrir mörg ár, og sýndi mér Regnbogans stræti,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann segir þetta löngu áður en Skólavörðuholtið kom inn með sín lituðu stræti. Kveikjan að Regnbogans stræti á Seyðisfirði „Og ég var svo uppnuminn, var með tónleika í kirkjunni og Regnbogans stræti lá eiginlega bara inn í kirkjuna. Mér fannst þetta svo stórfenglegt að eitthvað fólk hafi farið að mála þetta sólarhring áður en gleðigangan var á Seyðisfirði. Þú varst að gefa mér hugmynd að lagi sem ég hef beðið lengi eftir.“ Bubbi segir erindi í þessu lagi eiga vel við nú eftir hinar hræðilegu hremmingar sem vatnsviðrið og aurskriðurnar hafa kallað yfir bæinn og bæjarbúa. Bubbi birtir myndband á Facebook þar sem hann flytur brot úr laginu og segist vitaskuld hafa hugsað til Seyðfirðinga og fallega bæjarins sem er einn af fallegustu bæjum landsins. Hann bauð svo öllum Seyðfirðingum á Þorláksmessutónleika sína sem verða í beinu streymi á myndlyklum Vodafone, Símans og í streymi í gegnum Tix.is. „Svo sá ég þessa yfirgengilegu hörmungar sem þeir Seyðfirðingar eru að lenda í og Davíð í viðtölum. Mér þótti glatað að hann skyldi missa allt vínilsafnið áritað, Bubbasafnið, ég verð að reyna að sefa þetta og bjóða honum og öllu þorpinu frítt streymi.“ Og húsin þau hverfa í aurinn Bubbi er nú að vinna í að Davíð vinur hans fái aðrar plötur í stað þeirra sem fóru. „Hvort það væri ekki hægt að færa honum þetta að gjöf. Við verðum að bregðast við og sýna samhug. Og kærleika.“ Bubbi hefur alltaf haft til að bera ríkulega samkennd með þeim sem eru í vanda, eiga undir högg að sækja sem svo birtist í lögum hans. Eitt allra áhrifaríkasta lag Bubba var til dæmis samið um snjóflóðin fyrir vestan og heitir Með vindinum kemur kvíðinn. Bubbi segir þetta lag eiga vel við núna: Fjallið það öskrar, svo fellur öll hlíðin, og húsin þau hverfa í kófið. Eða aurinn núna. „Já, þetta er hrikalegt. Erfitt að setja sig í þessar stellingar. Þó ég búi undir fjalli eins og er.“
Aurskriður á Seyðisfirði Tónlist Jól Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Sjá meira