Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttatímanum greinum við ítarlega frá náttúruhamförunum á Seyðisfirði en Almannavarnir skipuðu öllum að yfirgefa bæinn síðdegis eftir að stór aurskriða féll á tíu hús og gjöreyðilagði eitt þeirra. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði en hættustig á Eskifirði vegna skriðuhættu.

Við verðum í beinni útsendingu frá Seyðisfirði í kvöldfréttum en einnig í samhæfingarmiðstöð almannavarna og ræðum við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón um stöðuna. 

Heilbrigðisráðherra býst við 60 þúsund skömmtum af Pfizer-bóluefninu til Íslands fyrir lok mars. Að auki muni berast bóluefni frá öðrum framleiðendum en hún vonar að staðan verði orðin góð um mitt næsta ár. 

Fjármálaráðherra tekur vel í tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Söluandvirðið geti numið 140 milljörðum miðað við virði annarra banka. 

Við greinum frá þessu og heimsækjum kvenfélagskonur á Hvolsvelli sem ætla að prjóna þrjú hundruð hluti í sérstöku áheitaprjóni. 

Þetta og margt fleira í þéttum kvöldfréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18.30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.