Lífið

Sólrún Diego getur ekki farið í sturtu án þess að bursta tennurnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sólrún skemmtileg að vanda. 
Sólrún skemmtileg að vanda. 

Áhrifavaldurinn Sólrún Diego mætti í Brennsluna í morgun og tók þátt í reglulegum lið sem kallast Yfirheyrslan.

Þar svaraði hún allskonar spurningum svo að hlustendur gætu fengið að kynnast henni betur.

Hún ætlaði að verða tannlæknir þegar hún var lítil, uppáhaldsmaturinn hennar er súrdeigspítsa eiginmannsins og fuglahljóð er hennar uppáhaldsdýrahljóð.

Sólrún á erfitt með að vakna snemma og verður oft pirruð í umferðinni.

Hennar leyndi hæfileiki er að geta fest tunguna sína uppbretta sem hún sýnir einmitt í innslaginu.

Fyndnasti Íslendingurinn að hennar mati eru þeir Pétur Jóhann og Sóli Hólm.

Furðulegasta venjan hennar er að geta ekki farið í sturtu án þess að tannbursta sig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.