Lífið

Svala og Kristján trúlofuð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kristján og Svala fóru að rugla saman reitum í ágúst síðastliðnum.
Kristján og Svala fóru að rugla saman reitum í ágúst síðastliðnum. Instagram

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu.

Parið fór að rugla saman reitum snemma í haust. Þau hafa varið miklum tíma saman ef marka má samfélagsmiðla og hafa þau meira að segja fengið sér eins húðflúr frá því þau kynntust, auk þess sem Kristján hefur látið húðflúra á sig nafn Svölu.

„Ég sagði hiklaust já. Ég elska þig endalaust ástin mín,“ skrifar Svala í færslunni á Instagram þar sem hún frumsýnir einnig glæsilegan trúlofunarhring.


Tengdar fréttir

Svala stendur þétt við bak kærastans

Svala Björgvinsdóttir söngkona segir kærasta sinn eina yndislegustu manneskju sem hún þekki. Þetta segir Svala á Instagram-síðu sinni þar sem hún bregst við fréttaflutningi af ákæru á hendur kærastanum Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni.

Svala afhjúpar leyndarmálið á bak við sleikta taglið

Svala Björgvins er þekkt fyrir einstakan stíl. Hún greiðir hárið reglulega upp í hátt slétt tagl, sem hún sleikir aftur þannig að litlu hárin gjörsamlega hverfa inn í greiðsluna. Í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty ræddi Svala meðal annars um þessa hárgreiðslu.Svala Björgvins er þekkt fyrir einstakan stíl. Hún greiðir hárið reglulega upp í hátt slétt tagl, sem hún sleikir aftur þannig að litlu hárin gjörsamlega hverfa inn í greiðsluna. Í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty ræddi Svala meðal annars um þessa hárgreiðslu.

Svala yngir upp

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.