Lífið

Svala yngir upp

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kristján Einar Sveinbjörnsson og Svala Björgvinsdóttir.
Kristján Einar Sveinbjörnsson og Svala Björgvinsdóttir. Aðsent/Úr einkasafni

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Smartland sagði fyrst frá sambandinu en Svala staðfestir þetta í samtali við Vísi. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. Svala var áður í tveggja ára sambandi sem lauk fyrr í sumar. 

„Hann er sjómaður og á þriggja ára dóttur og býr í Hafnarfirði en er frá Húsavík. Við kynntumst fyrir stuttu og erum að deita og það er bara gaman,“ segir Svala í samtali við blaðamann Vísis. 

Í fjallgöngu saman.Aðsent/Úr einkasafni

Á samfélagsmiðlum mátti sjá að þau eyddu miklum tíma saman um helgina, meðal annars á Hvaleyrarvatni, Helgafelli og með vinahóp söngkonunnar. Síðustu dagar hafa verið spennandi hjá Svölu en hún var að senda frá sér nýtt lag, Voulez-Vous ásamt dady og Helga B. Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.