Innlent

Veðurstofa varar við skriðuhættu á Austfjörðum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Úrkomuspá kl. 9 í dag.
Úrkomuspá kl. 9 í dag. Veðurstofa Íslands

Von er á allhvassri eða hvassri norðaustanátt og snörpum vindhviðum við fjöll sunnan- og vestantil á landinu í dag. Á Austfjörðum er áfram búist við talsverðri rigningu fram á miðvikudag með auknu afrennsli og tilheyrandi líkum á vatnavöxtum og skriðuföllum.

Þetta kemur fram í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þá er sérstaklega varað við skriðuföllum.

„Áfram er spáð talsverðri rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum. Jörðin er vatnsmettuð eftir rigningar og snjóbráð undanfarna sólahringa. Áfram má búast við vatnavöxtum með talsverðu vatnsrennsli í ám og lækjum næstu daga. Aurskriður hafa fallið á Austfjörðum.“

Veðurstofan spáir noraustanátt, víða 13 til 20 m/s en hægari á Austurlandi. Það verður þurrt að kalla sunnan- og vestanlands, annars rigning eða slydda með köflum og talsverð rigning á Austfjörðum.

Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.

Heldur hægari vindur á morgun, skýjað og dálítil rigning og slydda fyrir norðan og austan.

Hiti 0 til 6 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×