Tíska og hönnun

Skreytum hús: „Alin upp við að jóla yfir mig á hverju einasta ári“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Í nýjum þætti af Skreytum hús er fylgst með Soffíu Dögg skreyta heimili sitt á Álftanesi.
Í nýjum þætti af Skreytum hús er fylgst með Soffíu Dögg skreyta heimili sitt á Álftanesi. Skreytum hús

Í lokaþættinum af Skreytum hús sýndi Soffía Dögg Garðarsdóttir hvernig hún skreytir eigið heimili fyrir jólin. Þar má finna fullt af innblæstri, hugmyndum og góðum ráðum varðandi jólaskreytingar heimilisins. 

Soffía Dögg viðurkennir sjálf að byrja stundum að skreyta í október, enda alltaf verið mikið jólabarn.

„Ég hef alltaf verið ótrúlegur dótasafnari, það er bara svoleiðis. Ég hef alltaf verið rosalega mikið jólabarn, mamma og pabbi skreyttu rosa mikið.“

Í þættinum má sjá hvernig heimili Soffíu Daggar kemst í fallegan jólabúning fyrir hátíðarnar, með skrauti sem var nú þegar til á heimilinu og svo kíkti hún einnig í búðir. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Skreytum hús - 6. þáttur

Aldrei rauð jól á Álftanesinu

Síðasti þátturinn af Skreytum hús var einstaklega persónulegur, enda bauð þáttastjórnandinn Soffía Dögg áhorfendum inn á heimili sitt á Álftanesi. Þar sýndi hún meðal annars magnið sem hún á af jólakössum uppi á háalofti.

„Ég er bara alin upp við að jóla pínulítið yfir mig á hverju einasta ári,“ viðurkennir Soffía Dögg í þættinum. Það þarf svosem ekki að koma neinum á óvart, því skreytingar heimilisins eru hennar atvinna í dag.

Soffía Dögg segir að hún hafi alltaf verið mikið jólabarn. Hún jólaskreytir því oft í tvo mánuði á ári.Soffía Dögg

„Jólin mín eru ekki rauð, það eru svo margir sem tengja rauðan við jólin og ég er ekki þar,“ útskýrir Soffía. Hvíti liturinn spilar því stórt hlutverk í hennar jólaskreytingum.

Burstatré eru í miklu uppáhaldi hjá Soffíu, sem notar ekki rautt jólaskraut.Soffía Dögg

„Svo er bara ótrúlega gaman að kíkja í búðirnar og skoða hvað er til, því það er alltaf eitthvað nýtt sem maður sér sem kveikir svo margar nýjar hugmyndir.“

Þessir hnotubrjótar náðu athygli Soffíu í búðunum fyrir þessi jól.Soffía Dögg

„Dass af glimmeri“

Hjá Soffíu var það meðal annars grenilengja með glimmeri í ár auk fallegra hreindýra og hnotubrjóta.

Hvítu jólatrén hefur Soffía Dögg notað hver jól frá árinu 2002Soffía Dögg

Soffía keypti sér svo svarta hillu til þess að ná að koma fyrir meira af jólaskrauti, það verður ekki annað sagt en að fagurkerinn Soffía hugsi í lausnum.

„Burstatré eru í rosalegu uppáhaldi hjá mér og svo má aldrei gleyma dassi af glimmeri.“

Krukkurnar notar Soffía allan ársins hring en um hátíðarnar fara þær í jólabúning.Soffía Dögg

Soffía hefur þá hefð að nota gömlu B&G Juleaften diskana fyrir forréttinn á jólunum. Sjálf kýs hún að hafa allan matinn til hliðanna og á eyjunni í eldhúsinu og skreyta miðju borðsins fyrir aðfangadagskvöld.

Soffía notar löbera til þess að skreyta veisluborðið. Þar má sjá nýtt og gamalt stell blandast saman á fallegan hátt.Soffía Dögg

„Mér finnst svo gaman að skreyta fyrir þessa hátíð og þetta er eitthvað sem ég nýt þess að gera.“

Hundurinn Moli virðist kunna vel við sig í jólaskreyttri forstofunni.Soffía Dögg

Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um jólaskreytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta heimilinu fyrir hátíðarnar. 

Soffía Dögg gerð „moodboard“ til að sýna betur þemað í jólaskreytingunum í ár.Soffía Dögg

Hægt er horfa á lokaþátt Skreytum hús í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir hafa verið sýndir á þriðjudögum hér á Vísi og má einnig finna þá Stöð 2 Maraþon.


Tengdar fréttir

Skreytum hús: Með­ferðar­heimili gert að fal­legu hreiðri

„Hlaðgerðarkot er elsta nústarfandi meðferðarstofnun landsins,“ segir Helga Lind Pálsdóttir forstöðukona. Í fimmta þætti af hönnunarþáttunum Skreytum hús er kvennaálman á Hlaðgerðarkoti tekin í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir sá strax að þarna þyrfti að taka mikið til hendinni og vildi hún endilega leggja sitt af mörkum.

Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim

„Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð.

Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“

„Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“

Aðventukransar að hætti Skreytum hús

Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og því margir sem ætla að setja upp aðventuskreytingar um helgina. Við fengum Soffíu sem sér um Skreytum hús þættina hér á Vísi, til þess að sýna lesendum aðventuskreytingarnar á heimilinu í ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.