Lífið

Þórunn Antonía svarar gagnrýninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndirnar sem Þórunn birti í nýju færslunni.
Myndirnar sem Þórunn birti í nýju færslunni.

Tónlistarkonan Þórunn Antonía svarar gagnrýnisröddum í færslu á Instagram. Þórunn segist hafa orðið var við gagnrýni á samfélagsmiðlum eftir að hún birti myndir af sér á nærfötunum fyrir framan jólatré.

„Ég frétti að myndin sem ég póstaði hefði aldeilis sjokkerað vinkonur vinkvenna minna um daginn. Mér finnst það mjög fyndið.... þannig hér eru fleiri. Ég mun aldrei láta hneykslun annara dempa minn húmor, mína gleði, minn kynþokka, eða mína greind, kona, má vera sexí, kona má líka vera klár, ljóðskáld, djúp, fyndin, ömurleg að elda, samt góð mamma, blíð, töff, alklædd, allsber, mjó, feit, lítil stór og bara allskonar,“ skrifaði Þórunn við færslu sína á Instagram. 

Með færslunni birti hún þrjár myndir og má meðal annars sjá að Þórunn var klædd í sokka sem á stendur femínisti.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.