Innlent

Fólk hvatt til að huga að niðurföllum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vindaspá Veðurstofunnar kl. 10 í fyrramálið.
Vindaspá Veðurstofunnar kl. 10 í fyrramálið.

Fólk ætti að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón, segir í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en áfram spáir rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Í nótt og á morgun spáir norðaustan hvassviðri eða stormi á Suðausturlandi þar sem vindhviður geta farið yfir 35 m/s. Varhugavert verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og þá verður mjög vindasamt undir Eyjafjöllum, segir í athugasemd veðurfræðings.

Veðurstofan spáir annars norðaustan 8 til 15 m/s en 15 til 20 með suðurströndinni. 10 til 18 á morgun og 18 til 25 m/s suðaustanlands. Rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum en dálítilli vætu af og til í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 1 til 9 stig, hlýjast sunnan heiða.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×