Lífið

Dóttir Stefaníu komin í heiminn

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Söngkonan Stefanía Svavarsdóttir er orðin tveggja barna móðir.
Söngkonan Stefanía Svavarsdóttir er orðin tveggja barna móðir. aðsend mynd

Annað barn söngkonunnar Stefaníu Svavarsdóttur er komið í heiminn. Stefanía birti myndskeið af sér og nýfæddri dóttur sinni á Instagram í gær. Fyrir á Stefanía tveggja ára gamlan son.

Í viðtali við Móðurmál á Vísi í nóvember kom fram að hún og barnsfaðir hennar hafi slitið samvistum í sumar en tvíburasystir hennar voru ófrískar á sama tíma. 

„Það er svo magnað hvernig þetta líf er stundum. Daginn eftir að ég komst að því að ég væri ólétt þá komst tvíburasystir mín líka að því að hún væri ólétt. Við erum settar með dags millibili. Ég 2. desember og hún þann þriðja. Hún og barnsfaðir hennar hættu líka saman en þau eiga mjög fallegt og gott samband og eru góðir vinir. Það æxlaðist svo þannig að við systur ákváðum að flytja inn saman í ágúst og höfum því deilt þessu ævintýri eins náið og hægt er. Svo verðum við saman í fæðingarorlofi með krílin okkar,“ sagði Stefanía í viðtalinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.