Lífið

Gylfi og Alexandra eiga von á barni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gylfi og Alexandra eiga von á sínu fyrsta barni.
Gylfi og Alexandra eiga von á sínu fyrsta barni. Instagram

Gylfi Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Everton, og eiginkona hans Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Þetta tilkynntu þau bæði á Instagram-reikningum sínum í kvöld.

Alexandra og Gylfi giftu sig í júní í fyrra og héldu þau íburðarmikið brúðkaup við Como vatn á norður Ítalíu. Þau höfðu verið trúlofuð í um ár þegar þau giftu sig.

Alexandra skrifar í Instagram-færslunni að eftir fimm ára vandræði við að geta barn hafi þau loksins fengið gleðifréttirnar um að lítið barn muni bætast í fjölskylduna. Gylfi skrifar „fljótlega verðum við fjögur,“ og vísar þar til þess að hundurinn þeirra sé þriðji fjölskyldumeðlimurinn.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.