Lífið

Alexandra og Gylfi njóta lífsins á Maldí­veyjum

Sylvía Hall skrifar
Glæsileg hjón.
Glæsileg hjón. Instagram
Hin nýgiftu hjón Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson gengu í það heilaga síðustu helgi með pompi og prakt. Brúðkaupið var hið glæsilegasta og var athöfnin haldin í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu.

Sjá einnig: Gylfi og Alexandra gengu í það heilaga

Skemmtikraftar í brúðkaupinu voru ekki af verri endanum en þar má til að mynda nefna bræðurna Friðrik Dór og Jón Jónsson, grínistann Sóla Hólm, Aron Can, Herra Hnetusmjör, Bríeti og Jökul í Kaleo.

Turtildúfurnar njóta nú lífsins á Maldíveyjum þar sem umhverfið er ekki síðra en við Como-vatn. Alexandra Helga hefur birt myndir frá ferðinni á Instagram þar sem hjónin gera vel við sig og taka því rólega eftir annasaman brúðkaupsundirbúning.

Það væsir ekki um Alexöndru og Gylfa með þetta útsýni.Skjáskot
Morgunmatur í fallegu umhverfi.Skjáskot
Hjónin spóka sig á Maldíveyjum.SkjáskotFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.