Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá því hvaða tíu þúsund Íslendingar verða bólusettir með fyrsu skömmtum bóluefnis sem koma til landsins strax upp úr áramótum.Bein Ú

Útlendingastofnun vísar á bug ásökunum um að sóttvörnum sé ábótavant í húsnæði fyrir skjólstæðinga hennar. Tólf hælisleitendur eru nú í einangrun í sóttvarnahúsi. 

Fjármálaráðherra segir að mögulegar milljarða endurgreiðslur til lántakenda Íbúðalánasjóðs sem rukkaðir voru um uppgreiðslugjald bætist við fjárhagsbagga ríkisins vegna sjóðsins upp á um tvöhundruð milljarða. Fall krónunnar gerði sitt til að auka verðmæti útflutnings á fiski í krónum talið en tekjur drógust saman í evrum. 

Og við fylgjumst með hópi leikskólakrakka sem skunduðu á fund Grýlu og Leppalúða í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×