Innlent

Jón Finnbjörnsson og tveir aðrir sækja um Landsréttarstól

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa þegar fengið nýja skipun við réttinn.
Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa þegar fengið nýja skipun við réttinn. Vísir/Vilhelm

Þrír sóttu um laust embætti dómara við Landsrétt sem auglýst var 20. nóvember síðastliðinn en um sóknarfrestur rann út 7. desember.

Umsækjendurnir eru Jón Finnbjörnsson dómari við Landsrétt, Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari og Símon Sigvaldason héraðsdómari.

Á vef dómsmálaráðuneytisins segir að skipað verði í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum. 

Jón er eini dómarinn sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði upp á lista hæfisnefndar við upphaflega skipan Landsdóms sem hefur ekki verið skipaður á nýjan leik. Umræddir fjórir dómarar fóru öll í leyfi frá dómarastörfum eftir að dómur féll hjá Mannréttindadómstóls Evrópu í fyrrasumar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.