Innlent

Prúðbúinn kaupmaður í fornri verslun selur bækur eftir vigt

Kristján Már Unnarsson skrifar
Kaupmaðurinn Eyþór Jóvinsson við verslunina Bræðurnir Eyjólfsson á Flateyri.
Kaupmaðurinn Eyþór Jóvinsson við verslunina Bræðurnir Eyjólfsson á Flateyri. Egill Aðalsteinsson

Í húsi sem reist var árið 1898 á Flateyri við eina elstu götumynd Íslands býður kaupmaðurinn Eyþór Jóvinsson viðskipatvini velkomna í elstu upprunalegu verslun landsins, uppáklæddur að hætti heldri manns frá gamalli tíð.

„Þetta er sem sagt verslun sem langafi stofnaði ásamt sínum bræðrum árið 1914,“ segir Eyþór í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Verslun hefur verið rekin í húsinu frá árinu 1906. Bræðurnir Eyjólfsson byrjaði þó sem nýlenduvöruverslun en hóf að selja bækur árið 1920, fyrir einni öld. Þar fást bæði gamlar og nýjar bækur, sælgæti, hasarblöð, minjagripir og ýmis smávara. Á búðarborðinu má sjá að hægt er að kaupa notaðar bækur eftir vigt á 1.000 krónur kílóið.

Eyþór sýnir íbúð kaupmannshjónanna, langafa síns og langömmu.Egill Aðalsteinsson

Eyþór kveðst verða seint ríkur á þessu heldur reka verslunina fremur ánægjunnar vegna og til að halda fjölskyldusögunni gangandi. Búðin er í raun lifandi safn. Við hliðina er íbúð kaupmannshjónanna, langafa hans og langömmu, til sýnis.

Hér má sjá myndskeið úr þættinum:

Kynningarstiklu þáttarins um Flateyri má sjá hér:


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×