Opna sögu- og tæknisýningar vegna aldarafmælis rafstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 13:14 Á næsta ári verður öld liðin frá því að rafstöðin í Elliðaárdal var vígð. OR Orkuveita Reykjavíkur ætlar að opna sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar. Það verður gert í tilefni þess að á næsta ári verða liðin hundrað ár frá rafstöðin í Elliðaárdal var opnuð. Torfan við Rafstöðvarveg fær þannig nýtt hlutverk og verður saga rafstöðvarinnar sögð þar. „Við hlökkum mikið til að opna sýninguna í Elliðaárstöðinni á 100 ára afmælinu á næsta ári. Við segjum stundum að veiturnar okkar séu grunnur að lífsgæðum, sem íbúarnir búa við og byggja ofan á. Það er líka sameiginlegt veitunum að íbúarnir taka yfirleitt ekki eftir þjónustunni nema hún bregðist,“ er haft eftir Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR í tilkynningu. „Okkur langar að fræða fólk á öllum aldri, en ekki síst unga fólkið okkar, um það flókna veitukerfi sem sér húsunum og íbúunum fyrir þeirri grunnþjónustu sem við teljum nú sjálfsagðan hluta af daglegu lífi.“ Í tilkynningunni segir að skólahópar, fjölskyldur, fróðleiksþyrstir og útivistarfólk muni geta kynnt sér vísindin og tæknina sem falin sé í veggjum hvers heimilis. Einnig verði hægt að kynna sér það hvernig veiturnar umbyltu lífsgæðum í Reykjavík. Ítarlegri upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins. Það er hönnunarteymið Terta, sem sigraði opna samkeppni OR í upphafi síðasta árs sem hefur veg og vanda að hönnun sýningarinnar. Teymið skipa þau Magnea Guðmundsdóttir og Eva Huld Friðriksdóttir arkitektar, Brynhildur Pálsdóttir hönnuður, Ármann Agnarsson grafískur hönnuður og Atli Bollason verkefnastjóri. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru fyrir um öld síðan og í framhaldi opnunar rafstöðvarinar. OR OR OR OR OR Orkumál Reykjavík Söfn Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Torfan við Rafstöðvarveg fær þannig nýtt hlutverk og verður saga rafstöðvarinnar sögð þar. „Við hlökkum mikið til að opna sýninguna í Elliðaárstöðinni á 100 ára afmælinu á næsta ári. Við segjum stundum að veiturnar okkar séu grunnur að lífsgæðum, sem íbúarnir búa við og byggja ofan á. Það er líka sameiginlegt veitunum að íbúarnir taka yfirleitt ekki eftir þjónustunni nema hún bregðist,“ er haft eftir Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR í tilkynningu. „Okkur langar að fræða fólk á öllum aldri, en ekki síst unga fólkið okkar, um það flókna veitukerfi sem sér húsunum og íbúunum fyrir þeirri grunnþjónustu sem við teljum nú sjálfsagðan hluta af daglegu lífi.“ Í tilkynningunni segir að skólahópar, fjölskyldur, fróðleiksþyrstir og útivistarfólk muni geta kynnt sér vísindin og tæknina sem falin sé í veggjum hvers heimilis. Einnig verði hægt að kynna sér það hvernig veiturnar umbyltu lífsgæðum í Reykjavík. Ítarlegri upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins. Það er hönnunarteymið Terta, sem sigraði opna samkeppni OR í upphafi síðasta árs sem hefur veg og vanda að hönnun sýningarinnar. Teymið skipa þau Magnea Guðmundsdóttir og Eva Huld Friðriksdóttir arkitektar, Brynhildur Pálsdóttir hönnuður, Ármann Agnarsson grafískur hönnuður og Atli Bollason verkefnastjóri. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru fyrir um öld síðan og í framhaldi opnunar rafstöðvarinar. OR OR OR OR OR
Orkumál Reykjavík Söfn Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira