Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 09:09 Í yfirlýsingu frá Samherja, sem gefin var út í síðustu viku, sagði að lögreglan í Namibíu hefði engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. Þetta kemur fram í frétt Namibian Sun. Skjölin sem vitnað er í eru sögð koma frá Ríkissaksóknara Namibíu en ekki er útskýrt nánar hvaða skjöl um er að ræða. Í fréttinni segir einnig að mögulega gætu mennirnir tveir verið framseldir til Namibíu. Samkvæmt Namibian Sun er um að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, og Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia. Í yfirlýsingu frá Samherja, sem gefin var út í síðustu viku, sagði að lögreglan í Namibíu hefði engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Namibian Sun vitnar einnig í yfirlýsingu Samherja um að ekki hafi verið reynt að ná tali af starfsmönnunum sem nefndir eru í skjölunum. Þar segir einnig að yfirvöld í Namibíu hafi engan lagagrunn til að krefjast framsals íslenskra ríkisborgara, þar sem ekkert framsalssamkomulag sé til staðar. Í frétt miðilsins segir einnig að embætti ríkissaksóknara telji líkur á því að hægt yrði að dæma Esja Holding, Mermaria Seafood, Saga Seafood og Esja Investments fyrir spillingu. Það eru félög sem tengjast rekstri Samherja í Namibíu og víðar. Ríkissaksóknari Namibíu sakar Samherja um að hafa borgað mútur til að koma höndum yfir hrossamakrílskvóta í Namibíu. Embættið hefur áætlað að ólöglegur ávinningur Samherja vegna þessa sé metinn á 547 milljónir namibíudollara, eða um 4,7 milljarða króna. Þessu hefur Samherji hafnað alfarið. Í annarri yfirlýsingu sem gefin var út í síðustu viku segir að áætlun Ríkissaksóknara feli í sér áætlaðar heildartekjur áður en skattar og gjöld hafi verið dregin frá. Ekkert hafi verið minnst á skatta, gjöld og annan rekstrarkostnað. Þá bendir félagið á að útgerðin í Namibíu hefði þegar uppi var staðið, verið rekin með tapi á tímabilinu 2012-2018. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42 Þorsteinn segir Samherjafólk ofsótt af siðlausu Ríkisútvarpinu Forstjórinn birtir opið bréf til starfsfólks fyrirtækisins þar sem hann fordæmir enn og aftur fréttaflutning RÚV ohf. og kallar hann siðlausan. 4. september 2020 10:48 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Namibian Sun. Skjölin sem vitnað er í eru sögð koma frá Ríkissaksóknara Namibíu en ekki er útskýrt nánar hvaða skjöl um er að ræða. Í fréttinni segir einnig að mögulega gætu mennirnir tveir verið framseldir til Namibíu. Samkvæmt Namibian Sun er um að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, og Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia. Í yfirlýsingu frá Samherja, sem gefin var út í síðustu viku, sagði að lögreglan í Namibíu hefði engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Namibian Sun vitnar einnig í yfirlýsingu Samherja um að ekki hafi verið reynt að ná tali af starfsmönnunum sem nefndir eru í skjölunum. Þar segir einnig að yfirvöld í Namibíu hafi engan lagagrunn til að krefjast framsals íslenskra ríkisborgara, þar sem ekkert framsalssamkomulag sé til staðar. Í frétt miðilsins segir einnig að embætti ríkissaksóknara telji líkur á því að hægt yrði að dæma Esja Holding, Mermaria Seafood, Saga Seafood og Esja Investments fyrir spillingu. Það eru félög sem tengjast rekstri Samherja í Namibíu og víðar. Ríkissaksóknari Namibíu sakar Samherja um að hafa borgað mútur til að koma höndum yfir hrossamakrílskvóta í Namibíu. Embættið hefur áætlað að ólöglegur ávinningur Samherja vegna þessa sé metinn á 547 milljónir namibíudollara, eða um 4,7 milljarða króna. Þessu hefur Samherji hafnað alfarið. Í annarri yfirlýsingu sem gefin var út í síðustu viku segir að áætlun Ríkissaksóknara feli í sér áætlaðar heildartekjur áður en skattar og gjöld hafi verið dregin frá. Ekkert hafi verið minnst á skatta, gjöld og annan rekstrarkostnað. Þá bendir félagið á að útgerðin í Namibíu hefði þegar uppi var staðið, verið rekin með tapi á tímabilinu 2012-2018.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42 Þorsteinn segir Samherjafólk ofsótt af siðlausu Ríkisútvarpinu Forstjórinn birtir opið bréf til starfsfólks fyrirtækisins þar sem hann fordæmir enn og aftur fréttaflutning RÚV ohf. og kallar hann siðlausan. 4. september 2020 10:48 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48
Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42
Þorsteinn segir Samherjafólk ofsótt af siðlausu Ríkisútvarpinu Forstjórinn birtir opið bréf til starfsfólks fyrirtækisins þar sem hann fordæmir enn og aftur fréttaflutning RÚV ohf. og kallar hann siðlausan. 4. september 2020 10:48
Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01