Innlent

Áætlar um 200 milljónir í bætur vegna riðunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Egill

Áætlað er að heildarbætur til bænda vegna riðuveiki í Skagafirði nemi um 200 milljónum króna, samkvæmt frummati á kostnaðinum. Enn stendur yfir vinna við að reikna bæturnar út.

Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins.

Þá segir í svarinu að fyrirhugað sé að bæturnar, sem áætlað er að verði um 200 milljónir króna, verði greiddar með sérstöku viðbótarframlagi úr ríkissjóði. Gert er ráð fyrir 123,3 milljóna fjárveitingu í fjárlagaliðinn greiðslu vegna varna gegn dýrasjúkdómum en mögulega þarf að endurskoða þá fjárhæð þegar fyrir liggur hvernig bótagreiðslur vegna riðunnar muni skiptast milli ára.

Þá tekur ráðherra fram í svarinu að bætur vegna riðunnar hafi ekki enn verið greiddar en nú standi yfir vinna við að reikna þær út.

Sex varnarhólf á landinu teljast nú sýkt hólf eftir að riðuveiki kom upp á nokkrum bæjum í Skagafirði í nóvember. Skera þurfti niður fé í þúsundatali vegna riðunnar nú í vetur og nokkrir bændur því orðið af lifibrauði sínu.


Tengdar fréttir

Ekki verjandi að hverfa frá niðurskurðaraðgerðum

Matvælastofnun telur líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni á Syðri-Hofdölum og því ekki verjandi að hverfa frá aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST vegna andmæla landbúnaðarnefndar Skagafjarðar.

Tröllaskagahólf sýkt hólf næstu tuttugu árin

Tröllaskagahólf hefur verið skilgreint sem riðusýkt hólf næstu tuttugu árin frá síðasta staðfesta tilfelli, sem staðfest var á miðvikudaginn. Sex varnarhólf á landinu teljast því sýkt hólf.

Riða á Minni-Ökrum í Skagafirði

Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.