Lífið

Baggalútur, Bríet og Valdimar gefa út jólalag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá skjáskot af flutningnum úr útsendingu RÚV á laugardagskvöldið.
Hér má sjá skjáskot af flutningnum úr útsendingu RÚV á laugardagskvöldið. Mynd/RÚV

Baggalútur, Valdimar Guðmundsson og Bríet hafa gefið út jólalag.

Lagið var frumflutt í fyrsta þætti af Kósíheit í Hveradölum sem sýndur var á RÚV á laugardagskvöld.

Lagið og textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason og er nú komið út á Spotify og aðrar streymisveitur.

Lagið heitir Jólin eru okkar en Baggalútur sendi nýlega frá sér plötu. Platan heitir Kveðju skilað og inniheldur ný lög eftir Braga Valdimar Skúlason við vísur og kvæði vestur–íslenska skáldsins Káins (1860–1936).

Hér að neðan má hlusta á lagið sjálft.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.