Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Lögmaður í Landsréttarmálinu kallar eftir viðbrögðum frá ríkissaksóknara í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, þess efnis að Landsréttur hafi verið ólöglega skipaður. Við ræðum við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við heyrum líka í Sigríði Á. Andersen sem segir ríkisstjórnina hafa koðnað niður í málinu og misst fótanna þegar dómur Mannréttindastólsins gekk árið 2019 og ætlað að láta það snúast um hana sem persónu. Því hafi hún ekki viljað sitja undir og því sagt af sér sem dómsmálaráðherra.

Þá verður fjallað ítarlega um samningaviðræður Breta og ESB en sagnfræðingur segir að það verði áfall fyrir margra hluta sakir ef samningar nást ekki. Einnig hittum við fyrir liðlega tvítuga konu á Flateyri sem hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×