Hóflega bjartsýnn og hvetur fólk til að slaka ekki á verðinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2020 12:05 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstöðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nýjustu tölur um Covid-smit hér á landi gefi tilefni til hóflegrar bjartsýni. Fjórir greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og voru þeir allir í sóttkví. „Bæði það að það séu ekki margir sem eru að mælast og svo að allir séu í sóttkví. Á sama tíma vitum við það að það eru mun færri sem mæta í sýnatöku um helgar,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur segir þó að getan til sýnatöku um helgar sé sú sama og á virkum dögum. Fólk ætti því ekki að veigra sér við að mæta í sýnatöku um helgar, ef það telur sig þurfa þess. Hann segir það sérstaklega góðar fréttir að allir sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. „Því hærra hlutfall sem er í sóttkví, því betra. Það er vísbending um það að við séum farin að ná betur utan um þetta og séum búin að finna þá sem eru veikir. En eins og ég segi, ég er mjög hóflega bjartsýnn,“ segir Rögnvaldur. Hvetur fólk til að halda út Hann segir þá uppi áhyggjur af því að fólk sé tekið að slaka á sóttvörnum, nú þegar jákvæðar fréttir af framgangi bóluefnis við kórónuveirunni berast. „Við erum hrædd um það að fólk sé orðið svona fullbjartsýnt, bæði þegar farið er að hilla undir bóluefni og þegar það sér lækkandi tölur og við hvetjum fólk til að slaka ekki á verðinum. Það er enn þá smit þarna úti og það væri fátt leiðinlegra en að fara að veikjast þegar farið er að hilla undir bóluefni. Ég tala nú ekki um að vera veikur í einangrun eða í sóttkví um jólin,“ segir Rögnvaldur, sem hvetur fólk til að halda ástandið út, nú þegar bóluefni virðist í sjónmáli. „Gerum þetta saman, aðeins lengur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
„Bæði það að það séu ekki margir sem eru að mælast og svo að allir séu í sóttkví. Á sama tíma vitum við það að það eru mun færri sem mæta í sýnatöku um helgar,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur segir þó að getan til sýnatöku um helgar sé sú sama og á virkum dögum. Fólk ætti því ekki að veigra sér við að mæta í sýnatöku um helgar, ef það telur sig þurfa þess. Hann segir það sérstaklega góðar fréttir að allir sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. „Því hærra hlutfall sem er í sóttkví, því betra. Það er vísbending um það að við séum farin að ná betur utan um þetta og séum búin að finna þá sem eru veikir. En eins og ég segi, ég er mjög hóflega bjartsýnn,“ segir Rögnvaldur. Hvetur fólk til að halda út Hann segir þá uppi áhyggjur af því að fólk sé tekið að slaka á sóttvörnum, nú þegar jákvæðar fréttir af framgangi bóluefnis við kórónuveirunni berast. „Við erum hrædd um það að fólk sé orðið svona fullbjartsýnt, bæði þegar farið er að hilla undir bóluefni og þegar það sér lækkandi tölur og við hvetjum fólk til að slaka ekki á verðinum. Það er enn þá smit þarna úti og það væri fátt leiðinlegra en að fara að veikjast þegar farið er að hilla undir bóluefni. Ég tala nú ekki um að vera veikur í einangrun eða í sóttkví um jólin,“ segir Rögnvaldur, sem hvetur fólk til að halda ástandið út, nú þegar bóluefni virðist í sjónmáli. „Gerum þetta saman, aðeins lengur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira