Sagði 497 símtöl á 23 dögum tengjast „bílaviðskiptum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 22:09 Amfetamínframleiðslan fór fram í íbúð í Breiðholti. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur taldi félagana Matthías Jón Karlsson og Vygantas Visinskis ekki eiga sér neinar málsbætur í stórfelldu fíkniefnamáli, sem þeir voru dæmdir í fjögurra og tæplega sex ára fangelsi fyrir í dag. Matthías og Vygantas hringdust á 497 sinnum á 23 daga tímabili í vor en sá síðarnefndi sagði að símtölin hefðu tengst „bílaviðskiptum.“ Dómur yfir Matthíasi og Vygantasi var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og birtur síðdegis á vef héraðsdóms. Þeir voru dæmdir fyrir að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum rúmlega 11 kíló og 3,3 millilítra af amfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Framleiðslan fór fram í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti þar sem lögregla lagði hald á ýmsa muni við húsleit. Þá var Matthías einnig dæmdur fyrir innflutning á kílói af kókaíni og peningaþvætti með því að hafa aflað sér ávinnings af fíkniefnasölu, samtals tæpum 16 milljónum króna. Skiptu fíkniefnunum út fyrir gerviefni Fram kemur í dómi að lögregla hafi fengið ábendingu í vor um að Vygantas og Matthías væru að undirbúa framleiðslu á sterkum fíkniefnum. Lögregla byrjaði því að fylgjast með þeim, m.a. í verslun Húsasmiðjunnar í apríl síðastliðnum þar sem þeir keyptu „þrjár hvítar plastskálar og tvo steikarspaða“. Síðar var lögreglu vísað á íbúð félaganna, þar sem fannst búnaður til fíkniefnaframleiðslu og rúmlega 11 kíló af amfetamíni. Þá er það rakið í málsgögnum að lögregla hafi skipt út fíkniefnunum fyrir gerviefni og haft eftirlit með íbúðinni, m.a. með því að setja hljóðupptökubúnað í tösku sem fíkniefnin voru geymd í. Amfetamínleifar á Crocs-skónum Vygantas gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins. Í fyrstu skýrslunni tjáði hann sig ekkert um sakarefnið. Í annarri skýrslunni sagðist hann hafa leigt íbúðina af öðrum manni í tvær vikur og hefði ætlað hana fyrir dóttur sína. Hann kvaðst lítið hafa verið í íbúðinni. Þá sagði hann að amfetamínleifar sem fundust á Crocs-skóm gætu verið vegna þeirra amfetamínleifa sem voru á gólfinu þegar hann kom í íbúðina daginn sem hann og Matthías voru handteknir. Bæði Matthías og Vygantas neituðu sök í málinu að mestu leyti en játuðu báðir vörslu á um fjórum kílóum af amfetamíni. Þá játaði Matthías að hafa flutt inn kíló af kókaíni í september í fyrra en neitaði sök í ákæru um peningaþvætti. Viðurkenndi að símtölin hefðu verið nokkuð mörg Þá lá fyrir að Matthías og Vygantas hefðu á 23 dögum, frá 18. apríl til 11. maí síðastliðinn, átt 497 símtöl í gegnum forritið Signal. Þeir hringdust á fjórum sinnum á dag upp í 59 sinnum þann 30. apríl. Vygantas sagði fyrir dómi að þetta hefðu verið vinnutengd símtöl vegna bílaviðskipta og þeir hefðu verið að ræða málin. Honum fannst fjöldi símtalanna þó nokkuð hár. Þá kvað hann 761 þúsund krónur í reiðufé sem fundust heima hjá honum tengjast bílaviðskiptum hans. Engar málsbætur Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar Matthíasar að hann hefði þegar verið sakfelldur fyrir fjölda alvarlegra brota. Hann hlaut til að mynda tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í janúar í fyrra fyrir aðild sína að Bitcoin-málinu svokallaða. Þá leit dómurinn til þess að brot Matthíasar og Vygantasar að þau hefðu verið þaulskipulögð og þeir ættu sér engar málsbætur. Refsing þeirra var þannig ákveðin fimm ára og níu mánaða fangelsi í tilfelli Matthíasar en Vygantas sæti fangelsi í fjögur ár, að frádregnu gæsluvarðhaldi í báðum tilvikum. Þá voru félagarnir dæmdir til að greiða alls rúmar 14 milljónir króna í sakarkostnað og málsvarnarlaun verjenda sinna. Einnig voru fíkniefnin gerð upptæk, auk búnaðar sem fannst í íbúðinni og fjármunir sem fundust á heimili Vygantasar. Dómsmál Reykjavík Smygl Tengdar fréttir Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. desember 2020 16:07 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
Dómur yfir Matthíasi og Vygantasi var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og birtur síðdegis á vef héraðsdóms. Þeir voru dæmdir fyrir að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum rúmlega 11 kíló og 3,3 millilítra af amfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Framleiðslan fór fram í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti þar sem lögregla lagði hald á ýmsa muni við húsleit. Þá var Matthías einnig dæmdur fyrir innflutning á kílói af kókaíni og peningaþvætti með því að hafa aflað sér ávinnings af fíkniefnasölu, samtals tæpum 16 milljónum króna. Skiptu fíkniefnunum út fyrir gerviefni Fram kemur í dómi að lögregla hafi fengið ábendingu í vor um að Vygantas og Matthías væru að undirbúa framleiðslu á sterkum fíkniefnum. Lögregla byrjaði því að fylgjast með þeim, m.a. í verslun Húsasmiðjunnar í apríl síðastliðnum þar sem þeir keyptu „þrjár hvítar plastskálar og tvo steikarspaða“. Síðar var lögreglu vísað á íbúð félaganna, þar sem fannst búnaður til fíkniefnaframleiðslu og rúmlega 11 kíló af amfetamíni. Þá er það rakið í málsgögnum að lögregla hafi skipt út fíkniefnunum fyrir gerviefni og haft eftirlit með íbúðinni, m.a. með því að setja hljóðupptökubúnað í tösku sem fíkniefnin voru geymd í. Amfetamínleifar á Crocs-skónum Vygantas gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins. Í fyrstu skýrslunni tjáði hann sig ekkert um sakarefnið. Í annarri skýrslunni sagðist hann hafa leigt íbúðina af öðrum manni í tvær vikur og hefði ætlað hana fyrir dóttur sína. Hann kvaðst lítið hafa verið í íbúðinni. Þá sagði hann að amfetamínleifar sem fundust á Crocs-skóm gætu verið vegna þeirra amfetamínleifa sem voru á gólfinu þegar hann kom í íbúðina daginn sem hann og Matthías voru handteknir. Bæði Matthías og Vygantas neituðu sök í málinu að mestu leyti en játuðu báðir vörslu á um fjórum kílóum af amfetamíni. Þá játaði Matthías að hafa flutt inn kíló af kókaíni í september í fyrra en neitaði sök í ákæru um peningaþvætti. Viðurkenndi að símtölin hefðu verið nokkuð mörg Þá lá fyrir að Matthías og Vygantas hefðu á 23 dögum, frá 18. apríl til 11. maí síðastliðinn, átt 497 símtöl í gegnum forritið Signal. Þeir hringdust á fjórum sinnum á dag upp í 59 sinnum þann 30. apríl. Vygantas sagði fyrir dómi að þetta hefðu verið vinnutengd símtöl vegna bílaviðskipta og þeir hefðu verið að ræða málin. Honum fannst fjöldi símtalanna þó nokkuð hár. Þá kvað hann 761 þúsund krónur í reiðufé sem fundust heima hjá honum tengjast bílaviðskiptum hans. Engar málsbætur Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar Matthíasar að hann hefði þegar verið sakfelldur fyrir fjölda alvarlegra brota. Hann hlaut til að mynda tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í janúar í fyrra fyrir aðild sína að Bitcoin-málinu svokallaða. Þá leit dómurinn til þess að brot Matthíasar og Vygantasar að þau hefðu verið þaulskipulögð og þeir ættu sér engar málsbætur. Refsing þeirra var þannig ákveðin fimm ára og níu mánaða fangelsi í tilfelli Matthíasar en Vygantas sæti fangelsi í fjögur ár, að frádregnu gæsluvarðhaldi í báðum tilvikum. Þá voru félagarnir dæmdir til að greiða alls rúmar 14 milljónir króna í sakarkostnað og málsvarnarlaun verjenda sinna. Einnig voru fíkniefnin gerð upptæk, auk búnaðar sem fannst í íbúðinni og fjármunir sem fundust á heimili Vygantasar.
Dómsmál Reykjavík Smygl Tengdar fréttir Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. desember 2020 16:07 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. desember 2020 16:07