Lífið

Jólasveinar gáfu Hjálparstarfi kirkjunnar 1,3 milljónir króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skyrgámur og félagar með glaðninginn í morgun.
Skyrgámur og félagar með glaðninginn í morgun. Vísir/Vilhelm

Jólasveinar úr Jólasveinaþjónustu Skyrgáms afhentu Hjálparstarfi kirkjunnar 1,3 milljónir króna við Grensáskirkju í morgun. Um er að ræða 20 prósent af veltu þjónustunnar sem sveinarnir hafa gefið samtökunum frá árinu 1997.

Skyrgámur og félagar afhentu styrkinn og útskýrði um leið hvernig jólasveinarnir þurfi að bregðast við með tilliti til almannavarna þegar þeir mæti til byggða með glaðning í poka. En einnig minna á mikilvægi þess sameinast um að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi.

Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur frá stofnun þjónustunnar árið 1997 látið 20% af veltu þjónustunnar, rúmar 15 milljónir króna, renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Framlaginu hefur verið varið til að aðstoða fólk í neyð bæði innanlands og utan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×