Lífið

Ingvar E og Edda Arnljóts selja hæð og ris á 135 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingvar E og Edda rauða dreglinum við gott tilefni.
Ingvar E og Edda rauða dreglinum við gott tilefni.

Leikarahjónin Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir hafa sett hæð og ris á sölu við Hofsvallagötu.

Um er að ræða 230 fermetra efri sérhæð og ris með sérinngangi og stórum garði í Vesturbænum

Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð og húsinu hefur verið vel við haldið. Risið var byggt árið 2008 allt nýtt þá.

Hofsvallagata 55 er steinsteypt hús teiknað af Ágústi Pálssyni arkitekt árið 1949.

Ásett verð er 135 milljónir króna en fasteignamatið 89,5 milljónir. Inni í stofunni hjá þeim hjónum má sjá fjölmargar Eddustyttur og fleiri verðlaun sem þau hjónin hafa unnið á ferlinum.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Stórglæsilegt hús vestur í bæ. 
Nóg af verðlaunagripum þarna. 
Fallegur bakgarður.
Skemmtileg borðstofa. 
Opið yfir frá setustofu yfir í borðstofu.
Íbúðin er falleg upp í risinu.
Allt tekið í gegn í risinu árið 2008Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.