Áföll hafa litað líf Birgittu Haukdal Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2020 13:30 Birgitta Haukdal hefur sannarlega gengið í gegnum erfiða tíma. Mynd/snæbjörn Birgitta Haukdal er einhver mesta poppstjarna sem til hefur verið hér á landi en er í dag einnig rithöfundur. Hún ræðir um lífið og tilveruna við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Bæði eru þau frá Húsavík og þekkjast vel og hafa gert í mörg ár. Líf Birgittu hefur ekki alltaf verið auðvelt því hún missti eldri bróður sinn þegar hann tók líf sitt, þá sjálfur á unglingsaldri. Síðar meir missti Birgitta vinkonu sína á sama hátt og allt hefur þetta vitaskuld markað hana til framtíðar. „Ég missi bróðir minn þegar ég er þrettán, fjórtán ára. Þá er hann átján ára og ég á svo góðar minningar með honum og hann var svo mikill þungarokkari,“ segir Birgitta í samtalinu við Snæbjörn sem sjálfur er mikill þungarokkari. „Þetta var rosalegur pakki og mjög erfitt fyrir fjórtán ára ungling sem veit ekki alveg hver hann er. Hann er ekki barn og ekki fullorðinn og þetta er mjög erfiður aldur til þess að lenda í svona áfalli og þar missti ég svolítið fótanna og öllu kippt undan mér á einu augabragði og það tíma að púsla því öllu saman aftur. Þetta áfall hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég þurfti mikla vinnu, kjark og þolinmæði til að vinna úr þessu heilsulega á rétta braut.“ Vildi ekki vera íþyngjandi Hún segir að þarna hafi hún átt yngri systur sem var þarna sex ára og hún hafi þá reynt að vera sterk fyrir hana. „Ég gerði allt til að vera sterk og vildi ekkert vera gráta mikið fyrir framan mömmu og pabba eða systir mína og vildi passa upp á að þeir sem voru brotnir liðu betur. Ég vildi ekki vera íþyngja þeim að mér liði líka illa. Það er svo sérstakt að sjá klettana í þínu lífi brotna. Ég tók því bara hnefann á þetta og ætlaði ég bara að sýna öllum hvað ég væri sterkt. Það tók mig alveg þrjú fjögur ár að fúnkera. Þetta tók heilsuna mína en þegar þú pælir svona rosalega niður tilfinningar þá fer líkaminn bara að klikka,“ segir Birgitta sem einfaldlega missti heilsuna einu til tveimur árum seinna. Snæbjörn og Birgitta þekkjast vel enda bæði frá Húsavík. Í þættinum ræðir hún einnig um það þegar ein besta vinkona hennar tók sitt eigið líf og það hafi verið gríðarlega erfitt fyrir Birgittu. Hún segir að hún hafi jafnvel ekki enn náð að vinna sig í gegnum það áfall í dag. Í spjallinu kemur einnig fram að Birgitta er að skrifa barnaleikrit með leikaranum Góa um Láru og Ljónsa sem fer á svið á næsta ári. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um bróðurmissinn hefst þegar einn klukkutími og tíu mínútur eru liðnar af þættinum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Líf Birgittu hefur ekki alltaf verið auðvelt því hún missti eldri bróður sinn þegar hann tók líf sitt, þá sjálfur á unglingsaldri. Síðar meir missti Birgitta vinkonu sína á sama hátt og allt hefur þetta vitaskuld markað hana til framtíðar. „Ég missi bróðir minn þegar ég er þrettán, fjórtán ára. Þá er hann átján ára og ég á svo góðar minningar með honum og hann var svo mikill þungarokkari,“ segir Birgitta í samtalinu við Snæbjörn sem sjálfur er mikill þungarokkari. „Þetta var rosalegur pakki og mjög erfitt fyrir fjórtán ára ungling sem veit ekki alveg hver hann er. Hann er ekki barn og ekki fullorðinn og þetta er mjög erfiður aldur til þess að lenda í svona áfalli og þar missti ég svolítið fótanna og öllu kippt undan mér á einu augabragði og það tíma að púsla því öllu saman aftur. Þetta áfall hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég þurfti mikla vinnu, kjark og þolinmæði til að vinna úr þessu heilsulega á rétta braut.“ Vildi ekki vera íþyngjandi Hún segir að þarna hafi hún átt yngri systur sem var þarna sex ára og hún hafi þá reynt að vera sterk fyrir hana. „Ég gerði allt til að vera sterk og vildi ekkert vera gráta mikið fyrir framan mömmu og pabba eða systir mína og vildi passa upp á að þeir sem voru brotnir liðu betur. Ég vildi ekki vera íþyngja þeim að mér liði líka illa. Það er svo sérstakt að sjá klettana í þínu lífi brotna. Ég tók því bara hnefann á þetta og ætlaði ég bara að sýna öllum hvað ég væri sterkt. Það tók mig alveg þrjú fjögur ár að fúnkera. Þetta tók heilsuna mína en þegar þú pælir svona rosalega niður tilfinningar þá fer líkaminn bara að klikka,“ segir Birgitta sem einfaldlega missti heilsuna einu til tveimur árum seinna. Snæbjörn og Birgitta þekkjast vel enda bæði frá Húsavík. Í þættinum ræðir hún einnig um það þegar ein besta vinkona hennar tók sitt eigið líf og það hafi verið gríðarlega erfitt fyrir Birgittu. Hún segir að hún hafi jafnvel ekki enn náð að vinna sig í gegnum það áfall í dag. Í spjallinu kemur einnig fram að Birgitta er að skrifa barnaleikrit með leikaranum Góa um Láru og Ljónsa sem fer á svið á næsta ári. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um bróðurmissinn hefst þegar einn klukkutími og tíu mínútur eru liðnar af þættinum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira