Lífið

Billie Eilish hefur mætt í sama viðtalið fjögur ár í röð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Líf söngkonunnar heldur betur breyst á fjórum árum. 
Líf söngkonunnar heldur betur breyst á fjórum árum. 

Söngkonan vinsæla Billie Eilish hefur farið í sama viðtali hjá Vanity Fair fjögur ár í röð.

Þetta byrjaði allt 18.október árið 2017 og síðan mætti hún aftur 18. október 2018 og svo 18. október 2019. Nú var komið að sama viðtalinu fjórða árið í röð og mætti Eilish aftur 18. október 2020.

Í innslagi á YouTube-síðu Vanity Fair má því sjá fjögur mismunandi svör frá henni við sömu spurningum. Til að mynda hvað hún er með marga fylgjendur á Instagram sem hefur aukist gríðarlega á fjórum árum. Fyrir fjórum árum voru fylgjendurnir 257 þúsund en eru í dag rúmlega 67 milljón.

Í fyrsta viðtalinu er hún aðeins fimmtán ára gömul en í dag er hún 18 ára.

Hér að neðan má sjá viðtölin öll.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.