Segir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar einfaldlega ekki tilbúna í átök vetrarins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 09:00 Milner fór meiddur af velli í leik Brighton & Hove Albion og Liverpool í gær. Andrew Powell/Getty Images Samkvæmt íslenskum sérfræðingi sem starfar í Katar fengu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ekki nægilegan tíma til að undirbúa sig fyrir átök tímabilsins. Meiðslalistar liða í ensku úralsdeildarinnar í knattspyrnu lengjast með hverjum deginum. Nær allir þjálfarar – og margir leikmenn – hafa kvartað yfir gríðarlegu álagi um þessar mundir en einkar þétt er spilað vegna kórónufaraldursins. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans sem sýndur er á Síminn Sport, ræddi við sjúkraþjálfarann Einar Einarsson í gær. Sjá má spjall þeirra í myndbandinu hér neðst í fréttinni. Áhugaverð greining hjá einum okkar færasta sjúkra- og styrktarþjálfara sem var m.a. einkasjúkraþjálfari Joel Embiid. Það er skortur á pre season sem er að stuðla að öllum þessum meiðslum í EPL. Var ekki tími til að undirbúa leikmenn f. þetta álaghttps://t.co/sjt6MnLdjA— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) November 28, 2020 Einar er hluti af Íslendinga nýlendunni í Katar en þar starfar hann á Aspetar íþróttasjúkrahúsinu. „Það gafst aldrei tækifæri til að undirbúa leikmenn undir þessi átök. Það sem skiptir mestu máli er að þjálfa hámarks ákefð. Snýst þannig séð ekki um leikinn sjálfan eða þessar 90 mínútur sem leikmenn spila,“ sagði Einar í viðtalinu við Tómas Þór. „Þetta snýst um hversu marga spretti þú tekur hverja viku fyrir sig og hversu góður leikmaðurinn er að taka endurtekna spretti. Þjálfun knattspyrnumanna milli leikja snýst um þetta að mörgu leyti. Undirbúningstímabilið snýst um að koma leikmönnum á stig svo þeir geti tekið þessi krefjandi hlaup undir lok leikja sem dæmi,“ bætti Einar við. „Það varð ekkert úr undirbúningstímabilinu og það er búið að auka leikjaálagið til muna. Tækifærin til að þjálfa þessa hluti eru þess vegna mun minni núna þar sem tíminn á milli leikja snýst um að jafna sig,“ sagði Einar að endingu. Samkvæmt vefsíðinni Physio Room sem heldur utan um meiðsli leikmanna í ensku úrvalsdeildinni eru alls 107 leikmenn meiddir eða tæpir fyrir komandi leiki síns liðs. Arsenal er þar efst á lista með tíu leikmenn og Manchester United þar á eftir með níu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30 Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Meiðslalistar liða í ensku úralsdeildarinnar í knattspyrnu lengjast með hverjum deginum. Nær allir þjálfarar – og margir leikmenn – hafa kvartað yfir gríðarlegu álagi um þessar mundir en einkar þétt er spilað vegna kórónufaraldursins. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans sem sýndur er á Síminn Sport, ræddi við sjúkraþjálfarann Einar Einarsson í gær. Sjá má spjall þeirra í myndbandinu hér neðst í fréttinni. Áhugaverð greining hjá einum okkar færasta sjúkra- og styrktarþjálfara sem var m.a. einkasjúkraþjálfari Joel Embiid. Það er skortur á pre season sem er að stuðla að öllum þessum meiðslum í EPL. Var ekki tími til að undirbúa leikmenn f. þetta álaghttps://t.co/sjt6MnLdjA— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) November 28, 2020 Einar er hluti af Íslendinga nýlendunni í Katar en þar starfar hann á Aspetar íþróttasjúkrahúsinu. „Það gafst aldrei tækifæri til að undirbúa leikmenn undir þessi átök. Það sem skiptir mestu máli er að þjálfa hámarks ákefð. Snýst þannig séð ekki um leikinn sjálfan eða þessar 90 mínútur sem leikmenn spila,“ sagði Einar í viðtalinu við Tómas Þór. „Þetta snýst um hversu marga spretti þú tekur hverja viku fyrir sig og hversu góður leikmaðurinn er að taka endurtekna spretti. Þjálfun knattspyrnumanna milli leikja snýst um þetta að mörgu leyti. Undirbúningstímabilið snýst um að koma leikmönnum á stig svo þeir geti tekið þessi krefjandi hlaup undir lok leikja sem dæmi,“ bætti Einar við. „Það varð ekkert úr undirbúningstímabilinu og það er búið að auka leikjaálagið til muna. Tækifærin til að þjálfa þessa hluti eru þess vegna mun minni núna þar sem tíminn á milli leikja snýst um að jafna sig,“ sagði Einar að endingu. Samkvæmt vefsíðinni Physio Room sem heldur utan um meiðsli leikmanna í ensku úrvalsdeildinni eru alls 107 leikmenn meiddir eða tæpir fyrir komandi leiki síns liðs. Arsenal er þar efst á lista með tíu leikmenn og Manchester United þar á eftir með níu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30 Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30
Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50