Lýsti því eins og í dýralífsþætti þegar hún horfði í augun á árásarmanninum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 07:00 Árásin var gerð í íbúð konunnar við Langholtsveg þann 15. júní síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Kona sem varð fyrir hnífaárás í íbúð sinni við Langholtsveg í sumar segist viss um að hún hefði látið lífið í árásinni, sem leigjandi hennar til skamms tíma er ákærður fyrir, ef ekki hefði verið fyrir snör viðbrögð af hennar hálfu. Hún lýsir því að hún hafi vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varðist einnig hnífsstungum með þvottakörfu. Atburðarásin hafi verið óraunveruleg og maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Hinum ákærða, Þorláki Fannari Albertssyni, er gefið að sök að hafa gert tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á leigusala sinn með hnífi í íbúð hennar við Langholtsveg í júní. Konan hlaut ellefu skurði og sár í árásinni. Þorlákur, sem er á 34. aldursári og á að baki þónokkurn brotaferil, gaf skýrslu við aðalmeðferðina í gegnum fjarfundabúnað í litlum dómsal í kjallara héraðsdóms. Hann neitaði sök og sagðist varla muna neitt eftir atburðarásinni umræddan morgun í júní. Hann kvaðst hafa verið í geðrofi og lýsti því að hann hefði heyrt raddir og séð ofsjónir áður en hann fór upp í íbúð leigusalans með hníf. Fyrri umfjöllun frá aðalmeðferðinni, þar sem ítarlega er fjallað um framburð Þorláks, má nálgast hér fyrir neðan. Hávaxinn maður í svörtum fötum í dyragættinni Leigusalinn mætti og gaf skýrslu við aðalmeðferðina, sem fram fór í öllu rýmri dómsal, nánar tiltekið númer 101, eftir að ákærði hafði lokið máli sínu í kjallaranum. Þar lýsti hún upplifun sinni af atburðarásinni 15. júní. Klukkan var um níu að morgni og hún kvaðst hafa verið að setja í þvottavél. Sonur hennar hefði verið nýfarinn og allt í mikilli ró. Þá hefði verið knúið á dyr og hún heyrt umgang og karlmannsrödd. Hún hefði fyrst haldið að þar hefði verið á ferðinni nágranni hennar eða maður sem hafði verið að vinna í garðinum. Hún hefði farið fram á gang og séð morgunskímuna koma inn um útidyrnar. Þar hefði hún séð hávaxinn mann í svörtum fötum, sem hefði þá öskrað: „Ég veit hvað þú gerðir í gær, ég ætla að drepa þig.“ Eins og í Hitchcock-mynd, Matrix og dýralífsþætti Konan sagði manninn, sem hún sagðist hafa séð að væri leigjandinn í kjallaranum, hafa komið á móti henni með stóran hníf og hoggið í átt að höfðinu á henni. Aðstæðunum lýsti hún eins og „Hitchcock-mynd“. Hún hefði gripið í hnífinn og rykkt honum til hliðar og við það fengið djúpan skurð í lófann. Konan kvaðst hafa varist ítrekuðum atlögum Þorláks og náð að sveigja sig oftsinnis aftur á bak undan hnífnum. Þetta hefði verið óraunverulegt og henni liðið eins og hún væri stödd í kvikmyndinni The Matrix þegar hún tók að minnsta kosti þrjár „bakdýfur“ undan hnífshöggunum, sem beinst hefðu að hálsi hennar. Leigusalinn gaf skýrslu í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Hún hefði loks bakkað undan Þorláki inn á bað, þar sem hann hefði m.a. náð að stinga hnífnum á kaf í vinstra lærið á henni. Hún hefði þá sparkað í hann og náð að teygja sig í þvottakörfu, sem hún notaði til að verjast hnífnum. Hún kvaðst hafa horft í augun á Þorláki, sem hún lýsti sem „svörtum og þöndum eins og í rándýri“. Sú sjón hefði minnt hana á dýralífsþátt með David Attenborough. Hún hefði að endingu áttað sig á því að „leikurinn væri tapaður“, hún væri innikróuð, og hefði látið sig lyppast niður á gólfið. Þá hefði komið þögn og árásarmaðurinn látið sig hverfa. Síminn útataður blóði Konan sagði að árásin hefði verið lengi að líða en í raun líklega ekki varað lengur en nokkrar mínútur. Fyrir liggur að hún hringdi á lögreglu um fimmtán mínútur yfir níu. Hún sagði að erfitt hefði verið að hringja því að mikið hefði blætt úr höndunum á henni og síminn því þakinn vökva svo takkarnir virkuðu illa. Þá hefði einnig mikið blætt úr lærinu á henni og hún lagst niður til að minnka blæðinguna. Hún fékk líka skurði yfir bringubein, á handleggjum og í andliti. Konan lýsti því að hún væri enn að glíma við afleiðingar árásarinnar, líkamlegar og andlegar. Hún væri enn að ná upp fullu valdi á annarri hendinni á ný; rithönd hennar hefði breyst og hún væri oft mjög kvalin. Skurðurinn hefði áhrif á allar fínhreyfingar og þá fengi hún einnig verkjaköst í fótinn, sem gerði henni erfitt með gang. Þannig hefði hún ekki getað stundað áhugamál sín; til dæmis sjósund, fjallgöngur og jóga, sem hefði verið henni afar þungbært og tekið sinn toll á andlega líðan hennar. Þá hafi hún sótt tíma í áfallahjálp í kjölfar árásarinnar og farið til vikulega til sálfræðings í framhaldinu. Hún hefði einnig þurft að leita til geðlæknis. Ekki í lífshættu en hefði getað verið það Lögreglumaður sem kom fyrstur að konunni eftir árásina umræddan morgun sagði fyrir dómi að hann hefði mætt henni í dyragættinni. Hún hefði verið alblóðug, föl í framan og greinilega búin að missa mikið blóð. Hann hefði tafarlaust sinnt fyrstu hjálp, sett þrýsting á djúpt sár sem hún var með á lærinu, og lýsti því að mjög mikið blóð hefði verið innandyra. Konan lýsti því að hún hefði gripið í þvottakörfu til að verjast atlögum árásarmannsins. Myndin er úr safni.Getty/LightFieldStudios Læknir sem sinnti konunni á Landspítalanum eftir árásina lýsti því við aðalmeðferðina að hún hefði fengið djúpa áverka í árásinni. Hún hefði til dæmis þurft að gangast undir skurðaðgerð, m.a. til að gera að skurði í hægri lófa. Þá hefði hún hlotið skurð í andliti, á hægri hönd, vinstri fótlegg og bringubeini. Læknirinn sagði konuna þó ekki hafa verið í lífshættu þegar hún kom á spítalann eftir árásina. Það væri hins vegar mat læknisins að vopnið sem notað var í árásinni hefði getað veitt lífshættulega áverka. Staðsetning skurðar yfir bringubeini gæfi það m.a. til kynna og því ályktaði læknirinn að árásin hefði verið lífshættuleg. Deilt um sakhæfi Ákærði sagðist aðeins muna eftir því að hafa slegið konuna með flötum hluta hnífsins, þ.e. ekki beitt egginni. Réttarlæknir sem gerði líkamsskoðun sagði áverka sem konan fékk ekki koma heim og saman við þá útskýringu. Þá kvað hann erfitt að segja hvort konan hefði getað fengið lífshættulega áverka í árásinni. Hann sagði þó að ætla mætti að þegar hönd væri borin á móti hnífi hlyti það að þýða að viðkomandi upplifði sig í alvarlegri hættu. Þarna væri um að ræða stungur og högg gagnvart líkama konunnar. Þá töldu saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara og réttargæslumaður konunnar að hending ein hefði ráðið því að konan hefði ekki hlotið lífshættulega áverka. Leifur Runólfsson, verjandi Þorláks, gerði grein fyrir því í málflutningi sínum að sá síðarnefndi væri ekki sakhæfur vegna andlegs ástands. Líkt og fram kom í frétt Vísis af málinu í fyrradag mat geðlæknir það svo að Þorlákur hefði verið í geðrofi af völdum fíkniefnaneyslu þegar árásin var framin. Geðlæknirinn taldi Þorlák þó þrátt fyrir það sakhæfan. Dómsmál Reykjavík Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Hinum ákærða, Þorláki Fannari Albertssyni, er gefið að sök að hafa gert tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á leigusala sinn með hnífi í íbúð hennar við Langholtsveg í júní. Konan hlaut ellefu skurði og sár í árásinni. Þorlákur, sem er á 34. aldursári og á að baki þónokkurn brotaferil, gaf skýrslu við aðalmeðferðina í gegnum fjarfundabúnað í litlum dómsal í kjallara héraðsdóms. Hann neitaði sök og sagðist varla muna neitt eftir atburðarásinni umræddan morgun í júní. Hann kvaðst hafa verið í geðrofi og lýsti því að hann hefði heyrt raddir og séð ofsjónir áður en hann fór upp í íbúð leigusalans með hníf. Fyrri umfjöllun frá aðalmeðferðinni, þar sem ítarlega er fjallað um framburð Þorláks, má nálgast hér fyrir neðan. Hávaxinn maður í svörtum fötum í dyragættinni Leigusalinn mætti og gaf skýrslu við aðalmeðferðina, sem fram fór í öllu rýmri dómsal, nánar tiltekið númer 101, eftir að ákærði hafði lokið máli sínu í kjallaranum. Þar lýsti hún upplifun sinni af atburðarásinni 15. júní. Klukkan var um níu að morgni og hún kvaðst hafa verið að setja í þvottavél. Sonur hennar hefði verið nýfarinn og allt í mikilli ró. Þá hefði verið knúið á dyr og hún heyrt umgang og karlmannsrödd. Hún hefði fyrst haldið að þar hefði verið á ferðinni nágranni hennar eða maður sem hafði verið að vinna í garðinum. Hún hefði farið fram á gang og séð morgunskímuna koma inn um útidyrnar. Þar hefði hún séð hávaxinn mann í svörtum fötum, sem hefði þá öskrað: „Ég veit hvað þú gerðir í gær, ég ætla að drepa þig.“ Eins og í Hitchcock-mynd, Matrix og dýralífsþætti Konan sagði manninn, sem hún sagðist hafa séð að væri leigjandinn í kjallaranum, hafa komið á móti henni með stóran hníf og hoggið í átt að höfðinu á henni. Aðstæðunum lýsti hún eins og „Hitchcock-mynd“. Hún hefði gripið í hnífinn og rykkt honum til hliðar og við það fengið djúpan skurð í lófann. Konan kvaðst hafa varist ítrekuðum atlögum Þorláks og náð að sveigja sig oftsinnis aftur á bak undan hnífnum. Þetta hefði verið óraunverulegt og henni liðið eins og hún væri stödd í kvikmyndinni The Matrix þegar hún tók að minnsta kosti þrjár „bakdýfur“ undan hnífshöggunum, sem beinst hefðu að hálsi hennar. Leigusalinn gaf skýrslu í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Hún hefði loks bakkað undan Þorláki inn á bað, þar sem hann hefði m.a. náð að stinga hnífnum á kaf í vinstra lærið á henni. Hún hefði þá sparkað í hann og náð að teygja sig í þvottakörfu, sem hún notaði til að verjast hnífnum. Hún kvaðst hafa horft í augun á Þorláki, sem hún lýsti sem „svörtum og þöndum eins og í rándýri“. Sú sjón hefði minnt hana á dýralífsþátt með David Attenborough. Hún hefði að endingu áttað sig á því að „leikurinn væri tapaður“, hún væri innikróuð, og hefði látið sig lyppast niður á gólfið. Þá hefði komið þögn og árásarmaðurinn látið sig hverfa. Síminn útataður blóði Konan sagði að árásin hefði verið lengi að líða en í raun líklega ekki varað lengur en nokkrar mínútur. Fyrir liggur að hún hringdi á lögreglu um fimmtán mínútur yfir níu. Hún sagði að erfitt hefði verið að hringja því að mikið hefði blætt úr höndunum á henni og síminn því þakinn vökva svo takkarnir virkuðu illa. Þá hefði einnig mikið blætt úr lærinu á henni og hún lagst niður til að minnka blæðinguna. Hún fékk líka skurði yfir bringubein, á handleggjum og í andliti. Konan lýsti því að hún væri enn að glíma við afleiðingar árásarinnar, líkamlegar og andlegar. Hún væri enn að ná upp fullu valdi á annarri hendinni á ný; rithönd hennar hefði breyst og hún væri oft mjög kvalin. Skurðurinn hefði áhrif á allar fínhreyfingar og þá fengi hún einnig verkjaköst í fótinn, sem gerði henni erfitt með gang. Þannig hefði hún ekki getað stundað áhugamál sín; til dæmis sjósund, fjallgöngur og jóga, sem hefði verið henni afar þungbært og tekið sinn toll á andlega líðan hennar. Þá hafi hún sótt tíma í áfallahjálp í kjölfar árásarinnar og farið til vikulega til sálfræðings í framhaldinu. Hún hefði einnig þurft að leita til geðlæknis. Ekki í lífshættu en hefði getað verið það Lögreglumaður sem kom fyrstur að konunni eftir árásina umræddan morgun sagði fyrir dómi að hann hefði mætt henni í dyragættinni. Hún hefði verið alblóðug, föl í framan og greinilega búin að missa mikið blóð. Hann hefði tafarlaust sinnt fyrstu hjálp, sett þrýsting á djúpt sár sem hún var með á lærinu, og lýsti því að mjög mikið blóð hefði verið innandyra. Konan lýsti því að hún hefði gripið í þvottakörfu til að verjast atlögum árásarmannsins. Myndin er úr safni.Getty/LightFieldStudios Læknir sem sinnti konunni á Landspítalanum eftir árásina lýsti því við aðalmeðferðina að hún hefði fengið djúpa áverka í árásinni. Hún hefði til dæmis þurft að gangast undir skurðaðgerð, m.a. til að gera að skurði í hægri lófa. Þá hefði hún hlotið skurð í andliti, á hægri hönd, vinstri fótlegg og bringubeini. Læknirinn sagði konuna þó ekki hafa verið í lífshættu þegar hún kom á spítalann eftir árásina. Það væri hins vegar mat læknisins að vopnið sem notað var í árásinni hefði getað veitt lífshættulega áverka. Staðsetning skurðar yfir bringubeini gæfi það m.a. til kynna og því ályktaði læknirinn að árásin hefði verið lífshættuleg. Deilt um sakhæfi Ákærði sagðist aðeins muna eftir því að hafa slegið konuna með flötum hluta hnífsins, þ.e. ekki beitt egginni. Réttarlæknir sem gerði líkamsskoðun sagði áverka sem konan fékk ekki koma heim og saman við þá útskýringu. Þá kvað hann erfitt að segja hvort konan hefði getað fengið lífshættulega áverka í árásinni. Hann sagði þó að ætla mætti að þegar hönd væri borin á móti hnífi hlyti það að þýða að viðkomandi upplifði sig í alvarlegri hættu. Þarna væri um að ræða stungur og högg gagnvart líkama konunnar. Þá töldu saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara og réttargæslumaður konunnar að hending ein hefði ráðið því að konan hefði ekki hlotið lífshættulega áverka. Leifur Runólfsson, verjandi Þorláks, gerði grein fyrir því í málflutningi sínum að sá síðarnefndi væri ekki sakhæfur vegna andlegs ástands. Líkt og fram kom í frétt Vísis af málinu í fyrradag mat geðlæknir það svo að Þorlákur hefði verið í geðrofi af völdum fíkniefnaneyslu þegar árásin var framin. Geðlæknirinn taldi Þorlák þó þrátt fyrir það sakhæfan.
Dómsmál Reykjavík Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira