Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2020 12:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra veltir fyrir sér verkfallsrétti flugvirkjanna. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. Lagasetning á verkfallið kom ekki til tals í morgun að sögn ráðherra. Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Flugvirkjar hjá Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðað til nýs fundar en flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember. Þetta hefur meðal annars þau áhrif að engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni í tvo sólarhringa frá og með miðnætti á miðvikudag. Vinnustöðvun flugvirkja hefur haft þau áhrif að ekki hefur verið hægt að sinna reglubundnu viðhaldi. Aðeins ein þyrla af þremur hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu en að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, þarf hún fara í eftirlit í vikunni sem tekur að minnsta kosti tvo sólarhringa, og því verður engin þyrla til taks á meðan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að ráðherrar hefðu rætt þá valkosti sem væru uppi í stöðunni og ganginn í viðræðum. „Ég mun eiga fund með Landhelgisgæslunni í dag,“ segir Áslaug. Lög á verkfall flugvirkja hafi ekki verið rætt í dag. Áslaug segir að verkfallsréttur flugvirkjanna sé eitthvða sem hún velti fyrir sér og vísar til þess að aðrir aðilar hafi ekki sama rétt. Þar sé ósamræmi enda eigi ekki að vera hægt að setja björgunar- og löggæsluþjónustu, hið mikilvæga hlutverk Landhelgisgæslunnar, í uppnám. „Það er auðvitað forgangsverkefni hjá okkur að tryggja öryggi almennings og við þurfum að leita allra leiða til þess.“ Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37 „Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35 Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. Lagasetning á verkfallið kom ekki til tals í morgun að sögn ráðherra. Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Flugvirkjar hjá Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðað til nýs fundar en flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember. Þetta hefur meðal annars þau áhrif að engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni í tvo sólarhringa frá og með miðnætti á miðvikudag. Vinnustöðvun flugvirkja hefur haft þau áhrif að ekki hefur verið hægt að sinna reglubundnu viðhaldi. Aðeins ein þyrla af þremur hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu en að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, þarf hún fara í eftirlit í vikunni sem tekur að minnsta kosti tvo sólarhringa, og því verður engin þyrla til taks á meðan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að ráðherrar hefðu rætt þá valkosti sem væru uppi í stöðunni og ganginn í viðræðum. „Ég mun eiga fund með Landhelgisgæslunni í dag,“ segir Áslaug. Lög á verkfall flugvirkja hafi ekki verið rætt í dag. Áslaug segir að verkfallsréttur flugvirkjanna sé eitthvða sem hún velti fyrir sér og vísar til þess að aðrir aðilar hafi ekki sama rétt. Þar sé ósamræmi enda eigi ekki að vera hægt að setja björgunar- og löggæsluþjónustu, hið mikilvæga hlutverk Landhelgisgæslunnar, í uppnám. „Það er auðvitað forgangsverkefni hjá okkur að tryggja öryggi almennings og við þurfum að leita allra leiða til þess.“
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37 „Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35 Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37
„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35
Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59