Lífið

Steindi fer yfir hvernig maður drepur tímann heima

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi þekkir tölvuleiki til að mynda mjög vel og hvernig maður getur drepið tíma með þeim. 
Steindi þekkir tölvuleiki til að mynda mjög vel og hvernig maður getur drepið tíma með þeim. 

Samkomubann tók gildi klukkan 00:01 í nótt en það var sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Að óbreyttu gildir samkomubannið næstu fjórar vikurnar.

Mörg hundruð Íslendingar vinna að heiman eða eru í sóttkví og fór skemmtikrafturinn Steinþór Hróar Steinþórsson yfir hvað hægt sé að gera sér til dundurs heima fyrir í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudaginn.

Kórónuveiruna ber að taka alvarlega og það má gera ráð fyrir að fólk verði meira heima hjá sér en áður. Steindi er með fullt af hugmyndum til sporna við því að manni leiðist heima.

Spil, tölvuleikir, sjónvarpsgláp og margt fleira eru ráð Steinda eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×