Innlent

Páll Péturs­son er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Páll Pétursson var þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 1974 til 2003.
Páll Pétursson var þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 1974 til 2003. Alþingi

Páll Pét­urs­son, bóndi á Höllu­stöðum, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra, er látinn, 83 ára að aldri.

Fram kemur í Morgunblaðinu að hann hafi látist á Land­spít­al­an­um í gær.

Á vef Alþingis kemur fram að Páll hafi tekið sæti á þingi fyrir Framsóknarflokkinn árið 1974 og gegnt þingmennsku til ársins 2003. Hann var þingmaður Norðurlands vestra og gegndi embætti félagsmálaráðherra árin 1995 til 2003. Þá var hann þingflokksformaður Framsóknarflokksins á árunum 1980 til 1994 og forseti Norðurlandaráðs í tvígang.

Fyrri eiginkona Páls var Helga Ólafsdóttir, sem lést árið 1988, en börn þeirra eru Kristín, Ólafur Pétur og Páll Gunnar.

Páll lætur eftir sig eiginkonuna Sigrúnu Magnúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa og umhverfisráðherra. Dætur hennar, og stjúpdætur Páls, eru Sólveig Klara Káradóttir geðhjúkrunarfræðingur og Ragnhildur Þóra Káradóttir, prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann í Cambridge.

Í Morgunblaðinu segir að Páll láti eftir sig á þriðja tug barnabarna, stjúpbarnabarna og barnabarnabarna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.