„Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 07:13 Það er snjókoma, slydda og mikill vindur í veðurkortunum næstu daga. Færð gæti því spillst. Vísir/Vilhelm Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Búast má við því að gular viðvaranir verði gefnar út. Í hugleiðingunum segir að í dag megi búast við norðaustan kalda eða allhvössum vindi. Það er spáð éljagangi fyrir norðan og austan en þurru veðri og víða björtu á suðvesturhorninu. Í kvöld og nótt mun lægja en á morgun hvessir úr suðaustri og þykknar hann upp um landið vestanvert. Annað kvöld má síðan búast við að það fari að snjóa úr skilum sem koma úr vestri og að vindstyrkur verði nærri stormstyrk: „[…] og þegar þetta hvasst er og ofankoma að auki verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta. Á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í slyddu og síðar rigningu en áfram snjóar á heiðum. Á fimmtudagsmorgun snýst svo vindur til suðvestanáttar með skúrum eða slydduéljum, en ekki lægir sem neinu nemur. Eins geta orðið haglél við svona aðstæður og til föstudags kólnar svo úrkoman færist meira yfir til élja. Norðaustur- og Austurland sleppa ágætlega frá úrkomunni þegar vindur verður suðvestlægari. Eins má búast við að gular viðvaranir komi fram þegar líður á morguninn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma eða él á N- og A-verðu landinu, en annars bjart með köflum. Hiti 0 til 6 stig SA-til, en frost annars 0 til 8 stig. Norðlægari og heldur hægari síðdegis, en lægir í kvöld og nótt. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt síðdegis á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Suðaustan 15-23 og slydda eða snjókoma undir kvöld en rigning á láglendi um miðnætti. Mun hægari og þurrt að kalla austantil. Hlýnar í veðri. Á miðvikudag: Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa á V-verðu landinu seinnipartinn, 15-23 m/s og rigning eða slydda þar seint um kvöldið og hlýnar. Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag og laugardag: Suðvestanátt og él, en bjartviðri NA-lands. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg átt og víða þurrt og fremur svalt, en snjókoma eða slydda á köflum S- og V-lands og hiti um frostmark. Veður Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Búast má við því að gular viðvaranir verði gefnar út. Í hugleiðingunum segir að í dag megi búast við norðaustan kalda eða allhvössum vindi. Það er spáð éljagangi fyrir norðan og austan en þurru veðri og víða björtu á suðvesturhorninu. Í kvöld og nótt mun lægja en á morgun hvessir úr suðaustri og þykknar hann upp um landið vestanvert. Annað kvöld má síðan búast við að það fari að snjóa úr skilum sem koma úr vestri og að vindstyrkur verði nærri stormstyrk: „[…] og þegar þetta hvasst er og ofankoma að auki verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta. Á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í slyddu og síðar rigningu en áfram snjóar á heiðum. Á fimmtudagsmorgun snýst svo vindur til suðvestanáttar með skúrum eða slydduéljum, en ekki lægir sem neinu nemur. Eins geta orðið haglél við svona aðstæður og til föstudags kólnar svo úrkoman færist meira yfir til élja. Norðaustur- og Austurland sleppa ágætlega frá úrkomunni þegar vindur verður suðvestlægari. Eins má búast við að gular viðvaranir komi fram þegar líður á morguninn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma eða él á N- og A-verðu landinu, en annars bjart með köflum. Hiti 0 til 6 stig SA-til, en frost annars 0 til 8 stig. Norðlægari og heldur hægari síðdegis, en lægir í kvöld og nótt. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt síðdegis á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Suðaustan 15-23 og slydda eða snjókoma undir kvöld en rigning á láglendi um miðnætti. Mun hægari og þurrt að kalla austantil. Hlýnar í veðri. Á miðvikudag: Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa á V-verðu landinu seinnipartinn, 15-23 m/s og rigning eða slydda þar seint um kvöldið og hlýnar. Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag og laugardag: Suðvestanátt og él, en bjartviðri NA-lands. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg átt og víða þurrt og fremur svalt, en snjókoma eða slydda á köflum S- og V-lands og hiti um frostmark.
Veður Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent