Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Skipverjar Júlíusar Geirmundssonar segjast ekki hafa verið neyddir til að vinna á meðan þeir voru veikir af kórónuveirunni um borð. Þeir hafi hins vegar ekki haft samvisku í að liggja lengi í koju á meðan vaktin var undirmönnuð. Þetta kom fram í sjóprófum við Héraðsdóm Vestfjarða í dag en við segjum frá þeim í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi.

Þá fjöllum við um nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni en Íslendingar hafa þegar tryggt sér skammta af því fyrir um þriðjung þjóðarinnar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei fengið eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi og í ár en þær eru nú orðnar tæplega sjö hundruð talsins. Við ræðum við rannsóknarlögreglumann um aukninguna.

Þá ræðum við einnig við þingmann sem leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.