Vill starfandi verkalýðsforingja á þing Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 20:00 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. vísir/Arnar Halldórsson Koma þarf starfandi verkalýðsforingjum inn á þing að mati formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum. Samkvæmt síðustu könnun MMR mælist Sósíalistaflokkurinn með fjögurra prósenta fylgi, eða rétt meira en Flokkur fólksins. Flokkurinn hefur sveiflast í kringum fimm prósenta þröskuldinn síðasta árið. „Ég reikna með því að um leið og við sýnum okkar andlit, ekki bara fólkið sem er í framboði heldur einnig erindi okkar inn á þing, að þá býst ég við að þetta fylgi muni tvöfaldast og síðan muni það í kosningabaráttunni tvöfaldast enn aftur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Miðað við núverandi stöðu er stefnan því sett á allt að sextán prósenta fylgi og hyggst flokkurinn bjóða fram í öllum kjördæmum. Orðrómur hefur verið um mögulegt framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún var á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hún vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu en að sögn Gunnars verður gengið frá framboðslistum í vor. Hann vill sjá verkalýðsforrystuna á þingi. „Ég held að það væri miklu betra fyrir þingið að hafa þar fólk sem er fulltrúar almannasamtaka, verkalýðshreyfingarinnar, öryrkjabandalagsins og fleiri og eru þá málsvarar þess þar. Eins og var áður,“ segir Gunnar Smári. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er einn stofnenda Sósíalistaflokksins og var á lista fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.vísir/vilhelm „Eiginlega alla síðustu öld var það talinn vera styrkur fyrir þingið að hafa tengsl út í grasrótarsamtök almennings. Það er bara á liðnum áratugum sem sú hugmynd kemur að við eigum bara að hafa þar fólk sem er á eigin vegum og hrekja verkalýðshreyfinguna í að hún eigi ekki að hafa vit á neinu nema bara samningum um kaup og kjör.“ Starfandi formenn geti vikið til hliðar ef upp koma hagsmunaárekstrar. „Það er fáránlegt að taka svona ríka hagsmuni og svona mikilvæga hagsmunabaráttu og einangra hana af því viðkomandi gætu lent í einhverjum hagsmunaárekstrum,“ segir Gunnar. Hann segir þó erfitt fyrir nýjar hreyfingar að etja kappi við þingflokkana í kosningabaráttu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skipta þeir með sér um 730 milljóna króna framlögum úr ríkissjóði á næsta ári. „Þetta er náttúrulega ótrúleg skekkja í lýðræðisbaráttunni, að þeir sem hafa komist þar inn og náð einhverjum sess, að þeir geti gengið inn í ríkissjóð og fjármagnað sjálfan sig.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Koma þarf starfandi verkalýðsforingjum inn á þing að mati formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum. Samkvæmt síðustu könnun MMR mælist Sósíalistaflokkurinn með fjögurra prósenta fylgi, eða rétt meira en Flokkur fólksins. Flokkurinn hefur sveiflast í kringum fimm prósenta þröskuldinn síðasta árið. „Ég reikna með því að um leið og við sýnum okkar andlit, ekki bara fólkið sem er í framboði heldur einnig erindi okkar inn á þing, að þá býst ég við að þetta fylgi muni tvöfaldast og síðan muni það í kosningabaráttunni tvöfaldast enn aftur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Miðað við núverandi stöðu er stefnan því sett á allt að sextán prósenta fylgi og hyggst flokkurinn bjóða fram í öllum kjördæmum. Orðrómur hefur verið um mögulegt framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún var á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hún vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu en að sögn Gunnars verður gengið frá framboðslistum í vor. Hann vill sjá verkalýðsforrystuna á þingi. „Ég held að það væri miklu betra fyrir þingið að hafa þar fólk sem er fulltrúar almannasamtaka, verkalýðshreyfingarinnar, öryrkjabandalagsins og fleiri og eru þá málsvarar þess þar. Eins og var áður,“ segir Gunnar Smári. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er einn stofnenda Sósíalistaflokksins og var á lista fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.vísir/vilhelm „Eiginlega alla síðustu öld var það talinn vera styrkur fyrir þingið að hafa tengsl út í grasrótarsamtök almennings. Það er bara á liðnum áratugum sem sú hugmynd kemur að við eigum bara að hafa þar fólk sem er á eigin vegum og hrekja verkalýðshreyfinguna í að hún eigi ekki að hafa vit á neinu nema bara samningum um kaup og kjör.“ Starfandi formenn geti vikið til hliðar ef upp koma hagsmunaárekstrar. „Það er fáránlegt að taka svona ríka hagsmuni og svona mikilvæga hagsmunabaráttu og einangra hana af því viðkomandi gætu lent í einhverjum hagsmunaárekstrum,“ segir Gunnar. Hann segir þó erfitt fyrir nýjar hreyfingar að etja kappi við þingflokkana í kosningabaráttu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skipta þeir með sér um 730 milljóna króna framlögum úr ríkissjóði á næsta ári. „Þetta er náttúrulega ótrúleg skekkja í lýðræðisbaráttunni, að þeir sem hafa komist þar inn og náð einhverjum sess, að þeir geti gengið inn í ríkissjóð og fjármagnað sjálfan sig.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira