Hjólahvíslarinn hvekktur eftir torkennileg tilmæli frá lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2020 16:20 Bjartmar Leósson. Honum sárnaði þetta símtal sem hann fékk frá lögreglumanni nú fyrr í dag. En þar var hann beðinn um að hætta þessu hjólarugli, hvíla það fram á næsta sumar. Kæla þetta aðeins. visir Bjartmar Leósson, sem fengið hefur viðurnefnið Hjólahvíslarinn vegna frækilegrar framgöngu við að endurheimta stolin hjól fyrir eigendur þeirra, var beðinn um það af lögreglumanni að „hætta þessu hjólarugli“. Bjartmar segir þetta kaldar kveðjur eftir allt sem hann hefur lagt að mörkum við að finna og koma til réttra eigenda stolnum verðmætum hjólum. Bjartmar tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að sú afstaða sem birtist hjá þessum ónefnda lögreglumanni sé alls ekki lýsandi fyrir lögregluna alla. Yfirlætistónn í lögregluþjóninum En honum blöskraði yfirlætið sem fólst í orðum þessa tiltekna lögreglumannsins, þau komu flatt uppá hann því yfirleitt hafa samskiptin við lögregluna verið góð. „Já, það var yfirlætistónn í þessu: Gætirðu ekki hætt þessu hjólarugli þínu, fram á mitt sumar kannski? spurði maðurinn en þetta var eftir kvörtun bróður manns sem hafði misst sig við Bjartmar eftir að hann hafði fundið hjá honum hjól. Bjartmar segir þetta mikinn misskilning því hann hafi boðið þeim manni að borða og þeir svo skilið í mikilli sátt. Það segir Bjartmar hafa gert til að byggja upp gagnkvæman skilning. Mikill fjöldi manna kann Bjartmari miklar þakkir fyrir að hafa fundið stolin hjól sín. Það má berlega sjá í Facebook-hóp sem Bjartmar stofnaði „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“. Þar greinir hann frá þessu og hefur mikill fjöldi manna tjáð sig of furðað sig á þessum köldu kveðjum. Bjartmar útskýrir tildrögin þannig þar: „Sárasjaldan hafa menn blossað upp gagnvart mér þegar ég "stel" hjólum til baka. Eitt slíkt atvik nýskeð og ég fæ kvörtun á mig. En er búinn að sættast við gaurinn. Ætla meiraðsegja að redda honum hjóli og lás.“ Bjartmar nýtur mikils stuðnings í hópnum og víðar. Hann segist ætla að bóka fund með lögreglustjóranum og fara yfir þetta mál eins og það horfir við sér. Hefur endurheimt hjól fyrir milljónir króna En hvað er það sem fær Bjartmar til að standa í þessu, en það hefur hann gert frá því síðasta sumar og hefur haldið ótrauður sínu striki? Bjartmar útskýrir það þannig að hann sé sjálfur með mikla hjóladellu. „Þetta bara blasti við mér. Góðkunningjar lögreglunnar, eða hvað eigum eigum við að segja … ógæfumenn borgarinnar voru reglulega að birtast á nýjum hjólum. Mér fannst þetta undarlegt og fór að skoða þetta nánar. Augljóst mál að þeir væru að stela hjólunum en þetta var yfirgengilega mikið. Mig langar ekki að búa í borg þar sem sjálfsagt mál þykir að stela hjólum. Ef ég sé hjól sem ég veit að er stolið sef ekkert vel ef ég geri ekkert.“ Bjartmar hefur fyrir löngu tapað tölunni, svo mörg eru þau hjól sem hann hefur fundið en hann segir að meta megi andvirði hinna stolnu hjóla á vel yfir tíu milljónir. Eitt sinn endurheimti hann í einu tvö hjól sem samanlagt voru milljón króna virði. Hjólreiðar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Bjartmar Leósson, sem fengið hefur viðurnefnið Hjólahvíslarinn vegna frækilegrar framgöngu við að endurheimta stolin hjól fyrir eigendur þeirra, var beðinn um það af lögreglumanni að „hætta þessu hjólarugli“. Bjartmar segir þetta kaldar kveðjur eftir allt sem hann hefur lagt að mörkum við að finna og koma til réttra eigenda stolnum verðmætum hjólum. Bjartmar tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að sú afstaða sem birtist hjá þessum ónefnda lögreglumanni sé alls ekki lýsandi fyrir lögregluna alla. Yfirlætistónn í lögregluþjóninum En honum blöskraði yfirlætið sem fólst í orðum þessa tiltekna lögreglumannsins, þau komu flatt uppá hann því yfirleitt hafa samskiptin við lögregluna verið góð. „Já, það var yfirlætistónn í þessu: Gætirðu ekki hætt þessu hjólarugli þínu, fram á mitt sumar kannski? spurði maðurinn en þetta var eftir kvörtun bróður manns sem hafði misst sig við Bjartmar eftir að hann hafði fundið hjá honum hjól. Bjartmar segir þetta mikinn misskilning því hann hafi boðið þeim manni að borða og þeir svo skilið í mikilli sátt. Það segir Bjartmar hafa gert til að byggja upp gagnkvæman skilning. Mikill fjöldi manna kann Bjartmari miklar þakkir fyrir að hafa fundið stolin hjól sín. Það má berlega sjá í Facebook-hóp sem Bjartmar stofnaði „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“. Þar greinir hann frá þessu og hefur mikill fjöldi manna tjáð sig of furðað sig á þessum köldu kveðjum. Bjartmar útskýrir tildrögin þannig þar: „Sárasjaldan hafa menn blossað upp gagnvart mér þegar ég "stel" hjólum til baka. Eitt slíkt atvik nýskeð og ég fæ kvörtun á mig. En er búinn að sættast við gaurinn. Ætla meiraðsegja að redda honum hjóli og lás.“ Bjartmar nýtur mikils stuðnings í hópnum og víðar. Hann segist ætla að bóka fund með lögreglustjóranum og fara yfir þetta mál eins og það horfir við sér. Hefur endurheimt hjól fyrir milljónir króna En hvað er það sem fær Bjartmar til að standa í þessu, en það hefur hann gert frá því síðasta sumar og hefur haldið ótrauður sínu striki? Bjartmar útskýrir það þannig að hann sé sjálfur með mikla hjóladellu. „Þetta bara blasti við mér. Góðkunningjar lögreglunnar, eða hvað eigum eigum við að segja … ógæfumenn borgarinnar voru reglulega að birtast á nýjum hjólum. Mér fannst þetta undarlegt og fór að skoða þetta nánar. Augljóst mál að þeir væru að stela hjólunum en þetta var yfirgengilega mikið. Mig langar ekki að búa í borg þar sem sjálfsagt mál þykir að stela hjólum. Ef ég sé hjól sem ég veit að er stolið sef ekkert vel ef ég geri ekkert.“ Bjartmar hefur fyrir löngu tapað tölunni, svo mörg eru þau hjól sem hann hefur fundið en hann segir að meta megi andvirði hinna stolnu hjóla á vel yfir tíu milljónir. Eitt sinn endurheimti hann í einu tvö hjól sem samanlagt voru milljón króna virði.
Hjólreiðar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira