Innlent

Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni

Heimir Már Pétursson skrifar

Nýr Landspítali mun valda byltingu í íslenskum heilbrigðismálum en þar verður þó engin langlegudeild fyrir aldraða. Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri bygginigar nýja spítalans mætir í Víglínuna ásamt Ólínu Þorvarðardóttur sem ræðir spillingu í íslensku þjóðfélagi í tilefni útkomu bókar hennar um sama efni.

Gunnar Svavarsson segir nýja Landspítalann verða tilbúinn árið 2026.Stöð 2/Einar

Hús meðferðarkjarna Landspítalans verður ein stærsta bygging landsins en uppsteypa á henni hefst á næstu vikum og mun taka þrjú ár. Spítalinn mun sameina starfsemi sem í dag fer fram á ótal stöðum og létta undir með starfsemi sem áfram mun fara fram utan spítalans.

Spegill fyrir skuggabaldur er nafn bókar Ólínu þar sem hún beitir aðferðum þjóðfræðinnar og blaðamennskunar við að rýna í spillingu í íslensku samfélagi áratugi aftur í tímann. En eina leiðin til að losna við skuggabaldur, sem almennt leiðir af sér illindi og ófögnuð, er að bregða fyrir hann spegli til að hann sjái eigin ásýnd.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Dr. í þjóðfræði segir spillingu þrífast víða í íslensku samfélagi.Stöð 2/Einar

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Þátturinn verður birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×