Vilji allra stjórnarflokkanna að finna lausn til að afgreiða fjölmiðlafrumvarpið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2020 12:45 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Menntamálaráðherra segir að það sé vilji allra stjórnarflokkanna að finna farsæla lausn til að afgreiða fjölmiðlafrumvarpið. Flokkarnir vinni að lausn í sameiningu en heimildir fréttastofu herma að ein útfærslan sé að gera breytingar á skattaumhverfi fjölmiðla. Hér á landi er nú, þriðja árið í röð, beðið eftir lausn á vanda einkarekinna fjölmiðla. Á þessu kjörtímabili var boðað að frumvarpið yrði lagt fram í október en sá mánuður fékk að líða án frétta af málinu. Heimildir fréttastofu herma að stjórnarflokkarnir ræði nú sín á milli um mögulega aðrar leiðir til að koma til móts við rekstrarvanda einkarekinna fjlmiðla. Ein möguleg útfærsla sem rædd hefur verið er að gerðar verði breytingar á skattaumhverfi fjölmiðla sem koma eigi til móts við rekstrarvanda þeirra. Lilja Alfreðsdóttir sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að enn sé unnið að frumvarpinu. „Það stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að við viljum styðja við einkarekna fjölmiðla og við höfum gert það einu sinni í tenglsum við Covid-19 en við höldum áfram að vinna að þessu,“ sagði Lilja. Fjallað hefur verið um að frumvarpið hafi mætt andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafi hafnað því að veita frumvarpinu brautargengi. Lilja segir að stjórnarflokkarnir vinni að þessu í sameiningu. „Við sjáum hvað kemur út úr þessu. Það er vilji allra að það verði farsæl lausn á þessu og við sjáum hvað setur,“ segir Lilja. Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Menntamálaráðherra segir að það sé vilji allra stjórnarflokkanna að finna farsæla lausn til að afgreiða fjölmiðlafrumvarpið. Flokkarnir vinni að lausn í sameiningu en heimildir fréttastofu herma að ein útfærslan sé að gera breytingar á skattaumhverfi fjölmiðla. Hér á landi er nú, þriðja árið í röð, beðið eftir lausn á vanda einkarekinna fjölmiðla. Á þessu kjörtímabili var boðað að frumvarpið yrði lagt fram í október en sá mánuður fékk að líða án frétta af málinu. Heimildir fréttastofu herma að stjórnarflokkarnir ræði nú sín á milli um mögulega aðrar leiðir til að koma til móts við rekstrarvanda einkarekinna fjlmiðla. Ein möguleg útfærsla sem rædd hefur verið er að gerðar verði breytingar á skattaumhverfi fjölmiðla sem koma eigi til móts við rekstrarvanda þeirra. Lilja Alfreðsdóttir sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að enn sé unnið að frumvarpinu. „Það stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að við viljum styðja við einkarekna fjölmiðla og við höfum gert það einu sinni í tenglsum við Covid-19 en við höldum áfram að vinna að þessu,“ sagði Lilja. Fjallað hefur verið um að frumvarpið hafi mætt andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafi hafnað því að veita frumvarpinu brautargengi. Lilja segir að stjórnarflokkarnir vinni að þessu í sameiningu. „Við sjáum hvað kemur út úr þessu. Það er vilji allra að það verði farsæl lausn á þessu og við sjáum hvað setur,“ segir Lilja.
Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira